Norðurljósið - 01.01.1971, Side 71
NORÐURLJÓSIÐ
71
„Þú varst mjög hljóð,“ sagði hún ásakandi.
„Jæja, hann er svo.... svo.... ég finn ekki rétta orðið. Hann
gerir mig smeyka eða eitthvað. Ég var jafnvel ofhrædd til að bragða
á mjög ljúffengri köku, ef ég skyldi glopra henni niður eða stykkið
fara í mola, rétt þegar ég ætlaði að bíta í það.“
Valda hallaði sér aftur á bak og hló. „Þú ert óviðjafnanleg,“ sagði
hún og skríkti.
„Jæja, þú þekkir mig, að ég er sannur slysarokkur, ef hann er á
annað borð til.“
„Og sannur vinur, ef hann er til.“ Hlátur Völdu var nú þagnaður,
og hún horfði ástúðlega á vinstúlku sína.
„Ekki veit ég, hvernig þú getur sagt það eftir alla þá erfiðleika,
sem ég kom þér í, þegar við vorum í skólanum. Er ég nefni skól'a,
áttu ekki ennþá gamla reiðhjólið þitt?“
„Það er í einhverjum skúrnum, þótt ég viti ekki vel, hvar það er.
Hví spyrðu?“
„Jæja, ég kom ineð mitt til að nota það í skólann. Það er niðri á
stöð og bíður þess að verða sótt. Ég reyndi að fá ökumanninn til að
binda það við högghlífina, en hann vildi það ekki. Ef til vill leit
hann svo á, að það væri ekki nógu virðulegt að aka upp að bústað
Larners fólksins og hafa skreytt bifreiðina með reiðhjóli. Hvað sem
því líður, hélt ég, að ég mundi geta fengið lánað hjólið þitt til að
fara og sækja hitt.“
„Það hefir ekki verið komið á mitt hjól, síðan við vorum í skólan-
um. Það mun þarfnast mikillar athugunar áður en það verður far-
ándi með það út á vegina. Ég á bifreið, ekki mjög hreykna bifreið,
svo að henni mun standa á sama, þótt hún flytji hjólið heim.“ Valda
hló, glöð yfir því, að þær voru nú farnar að gera að gamni sínu eins
og áður.
Valda var smeyk þetta kvöld, ekki vegna sjálfrar sín, heldur Noru.
Kvöldverður í „Víðsýni“ var alltaf þögul, fremur hátíðleg máltíð,
þar sem James sat við enda borðsins, en móðir hans honum til hægri
handar. María leið um gólfið hljóðlaust, bar inn og tók af borðinu.
Tvíburarnir jafnvel voru hljóðir og gættu vandlega borðsiða.
Tiu mínútum áður en kvöldverður hófst voru þau öll saman kom-
in í setustofunni. Var þá siður að neyta víns á undan kvöldverði.
Valda kynnti þá vinstúlku sína aftur, að þessu sinni móður sinni og
tvíburunum. Frú Larner bauð Noru velkomna með brosi.