Norðurljósið - 01.01.1971, Page 71

Norðurljósið - 01.01.1971, Page 71
NORÐURLJÓSIÐ 71 „Þú varst mjög hljóð,“ sagði hún ásakandi. „Jæja, hann er svo.... svo.... ég finn ekki rétta orðið. Hann gerir mig smeyka eða eitthvað. Ég var jafnvel ofhrædd til að bragða á mjög ljúffengri köku, ef ég skyldi glopra henni niður eða stykkið fara í mola, rétt þegar ég ætlaði að bíta í það.“ Valda hallaði sér aftur á bak og hló. „Þú ert óviðjafnanleg,“ sagði hún og skríkti. „Jæja, þú þekkir mig, að ég er sannur slysarokkur, ef hann er á annað borð til.“ „Og sannur vinur, ef hann er til.“ Hlátur Völdu var nú þagnaður, og hún horfði ástúðlega á vinstúlku sína. „Ekki veit ég, hvernig þú getur sagt það eftir alla þá erfiðleika, sem ég kom þér í, þegar við vorum í skólanum. Er ég nefni skól'a, áttu ekki ennþá gamla reiðhjólið þitt?“ „Það er í einhverjum skúrnum, þótt ég viti ekki vel, hvar það er. Hví spyrðu?“ „Jæja, ég kom ineð mitt til að nota það í skólann. Það er niðri á stöð og bíður þess að verða sótt. Ég reyndi að fá ökumanninn til að binda það við högghlífina, en hann vildi það ekki. Ef til vill leit hann svo á, að það væri ekki nógu virðulegt að aka upp að bústað Larners fólksins og hafa skreytt bifreiðina með reiðhjóli. Hvað sem því líður, hélt ég, að ég mundi geta fengið lánað hjólið þitt til að fara og sækja hitt.“ „Það hefir ekki verið komið á mitt hjól, síðan við vorum í skólan- um. Það mun þarfnast mikillar athugunar áður en það verður far- ándi með það út á vegina. Ég á bifreið, ekki mjög hreykna bifreið, svo að henni mun standa á sama, þótt hún flytji hjólið heim.“ Valda hló, glöð yfir því, að þær voru nú farnar að gera að gamni sínu eins og áður. Valda var smeyk þetta kvöld, ekki vegna sjálfrar sín, heldur Noru. Kvöldverður í „Víðsýni“ var alltaf þögul, fremur hátíðleg máltíð, þar sem James sat við enda borðsins, en móðir hans honum til hægri handar. María leið um gólfið hljóðlaust, bar inn og tók af borðinu. Tvíburarnir jafnvel voru hljóðir og gættu vandlega borðsiða. Tiu mínútum áður en kvöldverður hófst voru þau öll saman kom- in í setustofunni. Var þá siður að neyta víns á undan kvöldverði. Valda kynnti þá vinstúlku sína aftur, að þessu sinni móður sinni og tvíburunum. Frú Larner bauð Noru velkomna með brosi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.