Norðurljósið - 01.01.1971, Side 75
N ORÐURLJ ÓSIÐ
75
Er þær Valda og Nora höfðu um síðir lokið morgunverði, sem
frú Larner var ekki viðstödd, fóru þær til herbergis Noru.
„Hvað eigum við að gera þennan morguninn?“ spurði Valda og
varpaði sér í hægindastól.
„Ég held ég vildi fara í kirkju,“ svaraði Nora hljóðlega.
„I kirkju?“ Valda varð svo undrandi, að hún settist upp.
„Já. Viltu það síður?“
„N. . . . nei, auðvitað ekki. Ég varð aðeins forviða. Ég man eftir
því, að í skólanum sagðir þú, að þú mundir aldrei fara í kirkju
framar, þegar þú værir farin að vinna. Manstu ekki, hvað þetta voru
hræðilega leiðinlegar guðsþjónustur?“
„Ég man vel eftir þeim. En eitthvað gerðist hjá mér fyrra árið
mitt í kennararskólanum, sem breytti hlutunum hjá mér.“ Nora kom
og settist hjá vinstúlku sinni, hóf síðan máls hljóðlega með einlægni.
„Fjölskyldan, sem ég bjó hjá það ár, var elskuleg fjölskylda. Það
tók mig nokkurn tíma að gera mér ljóst, að þetta var vegna þess, að
þetta var sannkristin fjölskylda, og af því að fólkið las biblíuna sam-
an og bað saman og setti Guð hinn fyrsta í öllu.
Reynsluárið mitt gekk ekki mjög vel. Þú veizt, hvað ég er hugsun-
arlaus. Ég reyndi að gera vel, en allt fór versnandi í stað þess að
batna. Ég fylltist örvæntingu. Allt var vitlaust, og allur skólinn vissi
það. Allt var svo vonlaust, að ég hefði hætt, hefði ég getað það og
farið aftur í hjúkrun, þótt ég efist um, að mér hefði gengið þar
nokkuð betur.
Á seinasta hluta námsársins kom frú Begg, sem ég bjó hjá, eitt
kvöld og talaði við mig. Hún hlýtur að hafa vitað meira en ég gerði
mér ljóst þá, því að hún virtist segja það, sem átti við mig. Síðan
fór hún að tala við mig um Krist og það, sem hann hefði gert fyrir
mig. Hún sagði mér, að það hefði verið fyrir mig, að hann dó, og
að hann vildi, að ég tryði á hann, svo að hann gæti hreinsað mig af
syndum mínum. Hún skýrði fyrir mér, hvað trú er. Áður en hún fór,
bað hún með mér, ekki aðeins um frelsun sálar minnar, heldur og
um vandræði mín í skólanum. Ég man, að það varð lifandi fyrir
mér, að Guð hennar var Guð, sem bar áhuga fyrir öllu, er kom við
ævi okkar.
Ég hugsaði um þetta í þó nokkra daga. Það virtist stinga upp koll-
inum, er ég vænti sízt, og sneri huga mínum til himins. Skömmu síð-
ar fór ég að biðja og bað Guð að fyrirgefa mér syndir mínar.“