Norðurljósið - 01.01.1971, Page 75

Norðurljósið - 01.01.1971, Page 75
N ORÐURLJ ÓSIÐ 75 Er þær Valda og Nora höfðu um síðir lokið morgunverði, sem frú Larner var ekki viðstödd, fóru þær til herbergis Noru. „Hvað eigum við að gera þennan morguninn?“ spurði Valda og varpaði sér í hægindastól. „Ég held ég vildi fara í kirkju,“ svaraði Nora hljóðlega. „I kirkju?“ Valda varð svo undrandi, að hún settist upp. „Já. Viltu það síður?“ „N. . . . nei, auðvitað ekki. Ég varð aðeins forviða. Ég man eftir því, að í skólanum sagðir þú, að þú mundir aldrei fara í kirkju framar, þegar þú værir farin að vinna. Manstu ekki, hvað þetta voru hræðilega leiðinlegar guðsþjónustur?“ „Ég man vel eftir þeim. En eitthvað gerðist hjá mér fyrra árið mitt í kennararskólanum, sem breytti hlutunum hjá mér.“ Nora kom og settist hjá vinstúlku sinni, hóf síðan máls hljóðlega með einlægni. „Fjölskyldan, sem ég bjó hjá það ár, var elskuleg fjölskylda. Það tók mig nokkurn tíma að gera mér ljóst, að þetta var vegna þess, að þetta var sannkristin fjölskylda, og af því að fólkið las biblíuna sam- an og bað saman og setti Guð hinn fyrsta í öllu. Reynsluárið mitt gekk ekki mjög vel. Þú veizt, hvað ég er hugsun- arlaus. Ég reyndi að gera vel, en allt fór versnandi í stað þess að batna. Ég fylltist örvæntingu. Allt var vitlaust, og allur skólinn vissi það. Allt var svo vonlaust, að ég hefði hætt, hefði ég getað það og farið aftur í hjúkrun, þótt ég efist um, að mér hefði gengið þar nokkuð betur. Á seinasta hluta námsársins kom frú Begg, sem ég bjó hjá, eitt kvöld og talaði við mig. Hún hlýtur að hafa vitað meira en ég gerði mér ljóst þá, því að hún virtist segja það, sem átti við mig. Síðan fór hún að tala við mig um Krist og það, sem hann hefði gert fyrir mig. Hún sagði mér, að það hefði verið fyrir mig, að hann dó, og að hann vildi, að ég tryði á hann, svo að hann gæti hreinsað mig af syndum mínum. Hún skýrði fyrir mér, hvað trú er. Áður en hún fór, bað hún með mér, ekki aðeins um frelsun sálar minnar, heldur og um vandræði mín í skólanum. Ég man, að það varð lifandi fyrir mér, að Guð hennar var Guð, sem bar áhuga fyrir öllu, er kom við ævi okkar. Ég hugsaði um þetta í þó nokkra daga. Það virtist stinga upp koll- inum, er ég vænti sízt, og sneri huga mínum til himins. Skömmu síð- ar fór ég að biðja og bað Guð að fyrirgefa mér syndir mínar.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.