Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 106

Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 106
106 NORÐURLJÓSIÐ tíma, er hann prédikaði og skírði, en ekki á þeim tíma, er Jóhannes var í fangelsinu? Það er einna líkast því, að suma langi til að dylgja um það, að Jóhannes hafi þá verið farinn að veiklast í trúnni. Spurningin er þá, hvort Guði hafi tekizt að varðveita trú Jóhann- esar skírara á Jesúm allt til enda — eða hvort Guð hafi hirt um að gera það. Og að þetta er orðað svo, byggist á því, að í Hebreabréfinu í Nýja- tm. er umsögn um spámennina (þó ekki sé þess sérstaklega getið, að Jóhannes skírari eigi að teljast með í þeim hópi, sem þar er greint um). En umsögnin er í Hebreabr. 11. kafla, svo látandi: „Aðrir urðu að sæta háðyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi. Þeir voru grýttir, þeir voru sagaðir í sundur, þeirra var freistað, þeir biðu bana fyrir sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geit- skinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir. — Og ekki átti heim- urinn slíka menn skilið. — Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og héldust við í hellum og jarðholum.“ I næstu gr. á eftir þessari upp- talningu er sagt um þessa menn, að „allir þessir menn“ hafi fengið ,góðan vitnisburð fyrir trú sína“. (39. gr.) Þessi umsögn ber vissulega vitni um varðveizlu Guðs á trú þeirra spámanna, sem þessi umsögn er um. Og hvers hefði þá Jóhannes skírari átt að gjalda (ef hann á ekki að teljast eiga heima í þessari umsögn, eða þótt þessi umsögn eða upptalning ætti ekki að ná yfir hann) hvers hefði þá Jóhannes skír- ari átt að gjalda hjá Guði, ef Guð hefur ekki einnig varðveitt hann þannig, að trú hans „þryti ekki“, — maðurinn, sem Jesús taldi „jafnvel meira en spámann“? Það verður ekki séð af neinu í Ritn- ingunni, að Jóhannes skírari hafi þurft neins slíks að gjalda hjá Guði. Þvert á móti er sagt, að Heródes, sem hafði látið fangelsa Jó- hannes, hafi vitað, að Jóhannes skírari var „réttlátur og heilagur“. Þetta er um leið umsögn guðspjalls-höfundarins um Jóhannes, að hann hafi verið réttlátur og heilagur — líka í fangelsinu — og að Heródes hafi vitað það. (Mark. 6. 20.) Nokkrir menn virðast hafa viljað láta fólk halda, að Jóhannes skírari hafi umvent trú sinni á Jesúm Krist þannig, að hann hafi í fangelsinu verið farinn að vona, eins og margir þeirra gerðu, sem þá fylgdu Jesú, að Jesús mundi stofna eða endurreisa sjálfstætt ríki Gyðinga í landi þeirra, Gyðingalandi, og til þess hefði Guð sent hann, að Jesús gerði það á þeirri öld, sem hann kom fram á, og að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.