Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 106
106
NORÐURLJÓSIÐ
tíma, er hann prédikaði og skírði, en ekki á þeim tíma, er Jóhannes
var í fangelsinu? Það er einna líkast því, að suma langi til að dylgja
um það, að Jóhannes hafi þá verið farinn að veiklast í trúnni.
Spurningin er þá, hvort Guði hafi tekizt að varðveita trú Jóhann-
esar skírara á Jesúm allt til enda — eða hvort Guð hafi hirt um að
gera það.
Og að þetta er orðað svo, byggist á því, að í Hebreabréfinu í Nýja-
tm. er umsögn um spámennina (þó ekki sé þess sérstaklega getið, að
Jóhannes skírari eigi að teljast með í þeim hópi, sem þar er greint
um). En umsögnin er í Hebreabr. 11. kafla, svo látandi: „Aðrir
urðu að sæta háðyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og
fangelsi. Þeir voru grýttir, þeir voru sagaðir í sundur, þeirra var
freistað, þeir biðu bana fyrir sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geit-
skinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir. — Og ekki átti heim-
urinn slíka menn skilið. — Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og
héldust við í hellum og jarðholum.“ I næstu gr. á eftir þessari upp-
talningu er sagt um þessa menn, að „allir þessir menn“ hafi fengið
,góðan vitnisburð fyrir trú sína“. (39. gr.)
Þessi umsögn ber vissulega vitni um varðveizlu Guðs á trú þeirra
spámanna, sem þessi umsögn er um.
Og hvers hefði þá Jóhannes skírari átt að gjalda (ef hann á ekki
að teljast eiga heima í þessari umsögn, eða þótt þessi umsögn eða
upptalning ætti ekki að ná yfir hann) hvers hefði þá Jóhannes skír-
ari átt að gjalda hjá Guði, ef Guð hefur ekki einnig varðveitt hann
þannig, að trú hans „þryti ekki“, — maðurinn, sem Jesús taldi
„jafnvel meira en spámann“? Það verður ekki séð af neinu í Ritn-
ingunni, að Jóhannes skírari hafi þurft neins slíks að gjalda hjá
Guði. Þvert á móti er sagt, að Heródes, sem hafði látið fangelsa Jó-
hannes, hafi vitað, að Jóhannes skírari var „réttlátur og heilagur“.
Þetta er um leið umsögn guðspjalls-höfundarins um Jóhannes, að
hann hafi verið réttlátur og heilagur — líka í fangelsinu — og að
Heródes hafi vitað það. (Mark. 6. 20.)
Nokkrir menn virðast hafa viljað láta fólk halda, að Jóhannes
skírari hafi umvent trú sinni á Jesúm Krist þannig, að hann hafi í
fangelsinu verið farinn að vona, eins og margir þeirra gerðu, sem
þá fylgdu Jesú, að Jesús mundi stofna eða endurreisa sjálfstætt ríki
Gyðinga í landi þeirra, Gyðingalandi, og til þess hefði Guð sent
hann, að Jesús gerði það á þeirri öld, sem hann kom fram á, og að