Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 160
160
NORÐURLJÓSIÐ
og trúum þér?“ Móse hafði líka gefið ísrael brauÖ af himni. Fólkið
fær þetta svar: „Ekki gaf Móse yöur brauð af himni, heldur gefur
Faðir minn yður hið sanna brauÖ af himni. Því að brauð Guðs er
það, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.“
,,Þá sögðu þeir við hann: „Herra, gef oss ávallt þetta brauð.“
Jesús sagði við þá: „Ég er brauð lífsins...Því að þetta er vilji
Föður míns, að hver, sem sér Soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf,
og ég mun upp vekja hann á efsta degi.“
Andstæðingar Drottins, hér nefndir Gyðingarnir, blanda sér nú
í umræðurnar. Þeir gera kurr um hann. Hann svarar og endar fyrsta
svar sitt á þessum orðum: „Hold mitt er það brauð, sem ég mun gefa
heiminum til lífs.
Ut af þessum orðum verður þráttun á milli andstæðinga hans.
„Hvernig getur hann gefið oss hold sitt að eta?“ Þeir fá það svar
frá honum, að þeir hafi ekki líf í sér, nema þeir eti hold hans og
drekki blóð hans. „Sá, sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, sá
er í mér og ég í honum; eins og hinn lifandi Faðir sendi mig og ég
lifi fyrir Föðurinn, eins mun sá lifa fyrir mig, sem mig etur.“
Þetta hneykslaði lærisveina hans. Kjarninn í svari hans til þeirra,
er í þessum orðum: „Það er Andinn, sem lífgar, holdið gagnar ekk-
ert; orðin, sem ég hefi talað við yður, eru andi og eru líf.“
Auövitaö verður að skilja orðin á andlegan hátt. Nægir að minna
á, að þegar eftir Flóðið mikla bannaði Guð Nóa og sonum hans að
eta hold, sem blóöiö væri í. Þeir máttu ekki neyta blóðs. Þetta bann
var endurtekð í lögmálinu. ísraelsmönnum var stranglega bannað
að neyta blóðs. 3. Mós. 3.17., 19. 26., sbr. 1. Sam. 14. 32.—34. Það
átti því að liggja í augum uppi, að Drottinn átti ekki við, að holds
hans og blóðs yrði neytt í bókstaflegri merkingu, heldur andlegri.
Hvað er það að eta hold Krists og drekka blóð hans? Hvað er
það að neyta fæðu, matar og drykkjar? Það er lífsnauðsyn. Maður,
sem hvorki fær mat né drykk, hlýtur að deyja fyrr eða síðar. Löngu
fyrr en hann deyr, er honum þorrinn þróttur.
Hvernig geta menn etið hold Krists og drukkið blóð hans á and-
legan hátt? Hvernig fara menn að, er þeir neyta fæðu? Venjulegast
opna þeir munninn fyrir fæðunni og drykknum', renna þeim síðan
niður og verður oftast gott af.
Á andlegan hátt verðum við að ljúka upp okkar innri veru, anda
okkar og sál, huga okkar og hjarta með bæn til Krists að koma inn,