Norðurljósið - 01.01.1971, Page 168

Norðurljósið - 01.01.1971, Page 168
168 NOBÐURLJÓSIÐ dals. Sagði ég mr. Gook frá þessu, og sveigðum við inn á þá götu- slóða, er lágu þar, þótt ógreinilegir væru. Síðar skýrðust þeir, og komum við aftur á ruddar götur og loks á lagðan veg af manna- höndum. Þeir Helgi og mr. Gook riðu lengi saman og ræddu mál sín. Loks var áð og snæddur miðdegisverður. Eftir það segir ekki af ferðum okkar fyrr en mr. Gook þykir vegurinn stefna allt of mjög til austurs. Leit hann í sjónauka góðan og skyggndist um. Var honum skapi næst, held ég, að vilja breyta stefnunni og halda beint í norður. En ég þóttist þekkja svo heiðarnar, þótt ég hefði aldrei komið þarna áður, að slíkt væri óráð hið mesta. Ég treysti líka orðum frænda míns, að vegurinn lægi til Vatnsdals. Nokkru síðar breytti leiðin um stefnu. Var þá ljóst, að hún lægi í Vatnsdalinn. Komum við svo niður að Haukagili um miðaftans- bil. Skildu þar leiðir. Mr. Gook hélt í Grknstungu til gistingar, en við Helgi riðum niður dalinn. Minnir mig, að hann tæki gist- higu í Asi hjá frændfólki þar. Ég hélt að Hnjúki. Þar var vinafólk móður minnar frá þeim tíma, er hún var ljósmóðir í Víðidal, virt og elskuð fyrir störf sín, sem oft voru líka hjúkrunarstörf, er sjúkir þörfnuðust sérstakrar umhyggju. Daginn eftir gekk ég upp á Hnjúkinn og horfði yfir dalinn. Fagur var hann Vatnsdalur, þótt ekki væru þar bleikir akrar né slegin tún. Ekki vissi ég það, að næsta vetur yrði ég barnakennari í Sveinsstaðahreppi og ætti eftir að dvelja nokkrar vikur á Hnjúki. Frá Hnjúki var stutt dagleið heim. Þrem vikum síðar reið ég aftur suður yfir heiðar. Varð ég þá samferða Sigurði presti Norland í Hindisvík og bróður hans. Ég sótti þá hest til Signýjarstaða, er faðir minn hafði misst frá sér um vorið, er hann var við veiðar í Arnarvatni. Kom sér þá vel fyrir mig, að ég hafði farið suður fyrr um sumarið. Þá fór ég á sex stundum frá Kalmanstungu að Aðalbreið, er var bær skammt sunn- an við Aðalból, en ég hafði þrjá hesta til reiðar. Ég verð að setja það hér í lokin og vona, að það verði lesið, að trú mín á orð Áma frænda míns varð sér ekki til skammar. — Guð hefir líka gefið það fyrirheit, að þeir, sem treysta honum, verði aldrei til skammar. Á trúfesti Guðs hefi ég þreifað oft um ævina, en aldrei meir en núna síðustu árin. Ó, að sérhver lesandi minn vildi treysta honum ætíð og orðum hans á sama hátt og ég treysti Árna. „Sœll er sá, er treystir Drottni.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.