Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 39
Andvari
Péfur Jónsson á Gautlöndum.
35
breytta þátttöku í meðferð þingmála sem hann eða haft
þar yfirleitt meiri áhrif en hann.
En þrátt fyrir mikla fjölhæfni Péturs og ekki minni
fjölbreytni þeirra starfa, er hann hafði á hendi og vann
að, fór því fjarri, að þátttaka hans væri í nokkru efni
lausleg eða til málamynda. Hann gerði sér ávallt að
skyldu að komast að sjálfstæðri niðurstöðu í hverju
máli með kynnum sjálfs sín og þekking á því og sam-
vizkulegri umhugsun.
Svo mörg og margbrotin störf sem Pétur Jónsson
leysti af hendi, var hann þó alla tíð bóndinn, mitt á
meðal bændanna.
Síðustu árin fyrir aldamótin varð harla ískyggilegt
útlit fyrir landbúnaðinn. Innflutningsbann í Bretlandi á
lifandi fé héðan af landi lokaði snögglega markaði fyrir
aðalframleiðslu þá, er bændur höfðu sér til kaupeyris.
Mönnum varð ráðafátt í bili. Hugðu sumir, að nú mundu
ekki verzlunarsamtök bænda fá staðizt. Það sló óhug á
bændastéttina.
Þá varð Pétur á Gautlöndum til að hefja máls.
í Fjallkonunni 1899 kom löng ritgerð eftir hann,
»Viðreisn landbúnaðarins«. Þetta var hugvekja til bænd-
anna. Og sú hugvekja var áreiðanlega lesin með áhuga
á hverju bændabýli, þar sem blaðið kom.
Tveir höfuðþættir eru í þessari ritgerð. Fyrst er heit
hvöt til bændanna að sýna nú viðnámsþrótt og fram-
sýni. í öðru lagi er leitazt við að finna úrræði í verzl-
unarkreppunni. Og úrræðanna er leitað heima hjá okkur,
í breyttum framleiðsluháttum hvers búanda og samlög-
um þeirra meðal. Það er Iögð áherzla á, að mjólkur-
afurðir búanna verði gerðar að gjaldeyri þeirra með
nýrri tilhögun og vöruvöndun.