Andvari - 01.01.1930, Síða 62
58
Baðhey.
Andvari
þegar svalt er í veðri. Hvað þessi uppgufun var mikil
hafði eg því miður ekki aðstöðu til að mæla, sem bó
hefði verið auðvelt, ef vinnukraptur hefði verið nógur.
í sjálfu sér má þetta líka einu gilda, það er eingönga
fræðiatriði. Hitt er ekki vafamál, að hér er að leita
aðalástæðunnar til þess, hvað hitinn helzt jafn. Að þetta
sé svo, á það bendir líka hitamyndunin í sætheyi og
þurkuðu heyi. í sætheyi er enginn vökvi nema sjálfur
grassafinn, sem meiri hita þarf til þess að eima, enda
fer hitinn miklu hærra og þarf oft að kæfa hann með
fargi. í þurheyi er hættan við bruna mest.
Þó að yfirleitt megi segja, að hitinn haldist nokkuð jafn,
þá er það ekki svo að skilja, að hann ekki breytist allt af
nokkuð frá degi til dags í sömu lögum, venjulega eru
þessar breytingar innan við 5°. Þó verður maður oft var
við, að hiti (60° eða meir) gýs upp á takmörkuðu svæði,
en dettur fljótlega niður aftur. Helzt hugsa eg, að sé
hætt við því þar, sem heyið hefur lagzt í vöndla. Bæði
vegna þessa og eins til þess að heyið verði jafnþétt,
er það sígur, er nauðsynlegt að vera vandvirkur við að
láta heyið í tóftina og jafna vel úr því, einnig er þá
miklu síður hætt við skemmdum.
Geta má þess, að miklu var hitinn lengur að hækka
og varð tæplega nokkurn tíma eins hár í heyinu af sáð'
sléttunum og í heyinu af eingöngu ísl. grastegundum.
Það einkennilega kom fyrir hjá mér, að hitinn í I og
II slokknaði aldrei. Heyið í þessum tóftum var tekið
upp í dec. og jan. (eftir 5—6 mánuði) moðvolgt oj
sumstaðar jafnvel með töluverðum hita. Mér er sagt, ai
þetta hafi einnig hent aðra, en um ástæðuna er mér
ókunnugt, en þegar það hefur komið fyrir, mun það hafe
verið í heyi af fyrra slætti (ofþroskun, tréni?).