Jörð - 01.06.1948, Page 6
196
JÖRÐ
andlegt þrælsok, virtust ekki einu sinni renna grun í, hver
Iiáski það var að stuðla á einn eða annan liátt að framgangi
þeirrar stefnu, sem hverjuin manni, sem eitthvað fylgdist með
því, er gerðist í veröldinni, mátti vera vitanlegt að hefði hvar-
vetna í för með sér undirokun alls mál- og ritfrelsis og þá urn
leið Imignun andlegs lífs.
Síðan hefur breytzt allmikið viðhorfið til Kommúnista og
aðstaða þeirra í Vestur-Evrópu og í Vesturheimi. Allmörgum
hefur skilizt, að eins og Rússar eingöngu með tilliti til hags-
muna sjálfra sín gerðu samninga við Hitler árið 1939, eins
börðust þeir af sömu ástæðum við Þjóðverja, eftir að Hitler
hafði sent hersveitir sínar til innrásar í Rússland, — og stefna
ingar á viðhorfum Kommúnista utan Rússlands í samræmi við
Rússa í utanríkismálum og hinar sífelldu og oft snöggu breyt-
vilja Moskvu-stjórnar hafa opnað augu fjölmargra fyrir því,
hvert sú stjórn raunverulega stefnir og hvernig farið er tengsl-
unr hennar við Kommúnistaflokkana víðs vegar um heim.
Hér á landi hafa völd Kommúnista mikið minnkað á hinurn
síðustu árum — og ekki sízt á sviði bókmennta og viðhorfa
um andleg mál. En samt sem áður er síður en svo, að menn
hafi ger-t sér fyllilega Ijósa grein ifyrir, hver er rnergur málsins,
þá er taka skal afstöðu til fylgis við Kommúnistaflokk —
hvort sem liann kallar sig því nafni eða einhverju öðru — t. d.
eins og hér Sameiningarflokk alþýðu — sósíalistaflokkinn, en
sá rnergur er þetta:
Hver er stefna Kommúnistannn rússnesku — og hver er
peirra höfuð-starfsregla?
Og svo:
Hver sá, sem við vandlega íhugun kemst að þeirri niður-
stöðu, að liann sé þessari stefnu og starfsreglu samþykkur,
hann fylgir Kommúnistum að málum — aðrir ekki.
í Gróður og sandfok gerði ég glögga grein fyrir þessum
atriðum, og það liefur sýnt sig mjög ljóslega síðan, að niður-
stöður mínár hafa verið svo nákvæmlega réttar, að þar hefur
engu skeikað. En nú er þess kostur að færa fram úr ýmsum
áttum vitnisburði hinna vitrustu og hugsjónaríkustu manna.
sem hafa verið kommúnistar og hafa sannfærzt um það af