Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 9
JÖRÐ
199
tökunum í Moskvu árið 1936, þá er frægir foringjar rússnesku
byltingarinnar og nánir starfsmenn Lenins voru sekir fundnir
um landráð og teknir af lifi.
II.
Arnulf Överland talar.
ARIÐ 1946 kom út eftir Arnulf Överland bók, sem heitir
Det liar ringt for annen gang — Það er tvisvar búið að
hringja. í bók þessari birtir Överland ræður og greinar frá
árunum 1937—46 — og fjalla þær yfirleitt um stjórnmálaleg
og menningarleg vandamál alls mannkyns.
Fyrsta greinin í bókinni heitir Moskvaprocesserne — eða á
íslenzku: „Moskvu-málin. Rœða flutt á fundi flokksbundinna
Kommúnista i Osló, vorið 1937, þar sem mcr var boðið að
koma og taka fyrstur til máls á eftir frummœlanda.“
í inngangi ræðunnar kemur það skýrt í Ijós, að Överland
hefur þegar í upphafi litizt ískyggilega á málareksturinn í
Moskvu gegn ýnrsum lielztu byltingarforingjunum gömlu —
og þar með nánustu og traustustu samstarfsmönnum Lenins og
Trotzkis í baráttunni gegn hvítu liðssveitunum, innlendunr
og erlendunr — og við skipulagningu hins nýja ríkis. Loks
hafði svo Överland látið í ljós opinberlega, að ekki mundu
nrálavextir eins og Ráðstjórnin vildi telja heiminum trú um.
og þá var það, að Kommúnistar í Osló buðu skáldinu á flokks-
fund til þess að gera grein fyrir afstöðu sinni. Segir Överland,
að hann liafi staðið svo nærri Kommúnistaflokknum, að hann
sé alls ekkert hissa á því, þó að flokkurinn krefji hann greinar-
gerðar. Raunar kveðst hann búast við, að áheyrendur sínir
séu slíkir æsingamenn, að lrann hafi ekki trú á, að honum tak-
ist að sannfæra svo mikið sem einn af þeim. Hins vegar sé
hann það trúaður á gildi hins frjálsa orðs, að hann telji betur
farið en heima setið, þá er maður, sem standi utan við stjórn-
tnálabaráttuna og sé ekki bundinn neinum flokksböndum, segi
þó þarna í .fyllstu einlægni skoðun sína á máli, sem öllum
komi við og sé svo mikilvægt sem hugsazt geti, þar eð helgi
téttlætis og sannleika sé þar í veði.