Jörð - 01.06.1948, Side 15
JORÐ
205
Á þessum síðustu tímum, þegar sú Iiætta vofir yfir, að of-
beldi og ranglæti, styrjaldir og Fasismi verða allsráðandi í
Evrópu, höfum við litið á Rússland Jafnaðarstefnunnar sem
eina sólskinsblettinn. Við sögðum: ,,í einu landi hefur þó bylt-
ingin sigxað. Einhvern tíma getur þá að því komið, að upp
renni stund frelsisins hjá okkur.“
Margir hafa fórnað lífi sínu fyrir hugsjón Jafnaðarstefn-
unnar — ennþá fleiri eru reiðubúnir til að gera það, því að
við trúum því, að framkvæmd hennar hafi í för með sér þjóð-
félagslegt réttlæti. Atlmrðir síðustu ára hafa veikt þessa trú.
Og þessa trú verðum við að styrkja á ný, áður en okkur verði
auðið að komast lengra áleiðis en orðið er.
Við megurn ekki láta Moskvu-valdið leggja á okkur fjötra og
svipta okkur pannig sjálfrœði. Við megum ekki verja ranglœtið
af því að pað sé Moskvu-ranglceti. (Ltbr. mín — G. G. H.)
Eitt er það, sem við höfum fram yfir andstæðinga okkar:
Málstaður okkar er réttlátur — sannleikurinn eykur veg hans
og gengi. Við þurfum ekki að fara í felur með neitt, við þurf-
um ekki að segja neitt annað en það, sem okkur býr í brjósti.
Ef þetta er ekki rétt hjá mér, þá er ég ekki Marxisti.
Við ráðum ekki yfir neinu fjármagni til þess að kaupa okkur
réttlæti, — við höfum ekki vopnavald til þess að undiroka rétt-
lætið, — við höfum ekki einu sinni hér á landi það vald, sem
meirihlutanum fylgir. Sannleikurinn er okkar einasta tæki.“
ÞANNIG talaði Arnulf Överland á fundi norskra Kommún-
ista vorið 1937, og hann var þegar sakaður um það af
þeim, að vera ekki sósialisti, heldur það.sem Kommúnistarkalla
sósialfasisti, sem er verra og svívirðilegra en fasisti — því að
sósíalfasista kalha Kommúnistar þá rnenn, sem þeir hyggjast
þrennimerkja fyrir sjónum ahnennings sem fasistíska flugu-
menn, er þykist vera sósíalistar til þess að þeim verði betur
ágengt.
En þá er hinir þý/ku Fasistar lögðu undir sig Noreg með
ítðstoð norskra Kvislinga, reis Arnulf Överland þegar til and-
'Stöðu, orti eggjunar- og frelsisljóð. sem fóru um land allt í
•ifriti og voru lærð af ungum og gömlum, og þetta var áður