Jörð - 01.06.1948, Síða 16
206
JÖRE
en upp á slettist vináttuna með Stalin og Hitler — eða á þeim
tíma, sem norskir Kommúnistar létu sér ekki ótt um aðgerðir,
þar eð þeim hafði verið fyrirskipuð friðarsókn, svo sem öllum
Kommúnistum þeirra landa, sem Þjóðverjar áttu í styrjöld við
eða liöfðu sigrað. Rrátt var svo Överland fangelsaður og hafður
í haldi, fyrst í norsku fangelsi, síðan í fangabúðum í Þýzka-
landi. Hvarvetna sýndi hann hugdirfð, óvenjulegan manndóm
og sérstæða fórnfýsi. Hann ögraði böðlunum með hvassyrtum
viðskotum — og liann hughreysti samfanga sína og hjálpaði
þeim með viðtölum, ræðum og ljóðum — og heima í Noregi
lifðu kvæði hans á vörum hvers einasta góðs Norðmanns, ylj-
uðu og örvuðu. Er það talið eitt hið gleggsta dæmi, sem menn
þekkja, um viðnámsþrótt rnikils anda gegn líkamlegri óhreysti,
að Överland, sem lengi sinnar ævi liafði verið rnjög heilsu-
veill, skyldi ekki aðeins þola hina alræmdu fangavist, heldur
og reynast öðrum stoð og styrkur í raunum þeirra og þrautum.
Og hvað sem líður skoðunum manna á Jafnaðarstefnunni, mun
enginn, sem ekki hefur látið leggja á sig jjötra og svipta sig
sjálfrœði, geta annað en dáð sannleiks- og frelsisást Överlands,
djörfurtg hans, ósérhlífni og eldlmg, og þungur mun verða á
metunum lijá mörgum manninum sá dóniur, sem liann hefur,
nú að stríðinu loknu, kveðið upp yfir stjórn Rússlands og
stefnu hennar:
„Núverandi stjórn Rússlands hefur sama inarkmið og stjórn
Hitlers hafði. Það er kominn tírni til þess, að lýðræðisþjóð-
irnar átti sig til fulls á því, hvað er að gerast í Rússlandi. Við
verðum að snúast til andstöðu við Kommúnismann, áður en
það verður um seinan. Hér er um að ræða hina verstu harð-
stjórn, sem átt hefur sér stað í veröldinni. Sósíalismi, sem þolir
ekki gagnrýni, á sér engan tilverurétt."
Og takið nú eftir:
Á þrjátíu ára afmæli rússnesku byltingarinnar, á öndverðum
þessum vetri, ákvað sænska útvarpið að fá fjóra rithöfunda til
að flytja ræður. Þeir voru sænska ljóðskáldið Erik Blomberg
og danski skáldsagnahöfundurinn Martin Andersen Nexö, en
þeir eru báðir æstir Kommúnistar, — og Arnulf Överland og
Eyvind Johnson, sem af fjöhnörgum er nú talinn fremsta