Jörð - 01.06.1948, Síða 17
JÖRÐ
207
sagnaskáld Svía, en Eyvind Johnson hafði sagt að fullu sundur
með sér og Kommúnistum, þá er Rússar réðust inn í Finn-
land haustið 1939, og hann hafði unnið að því af alefli, að
Svíar veittu Finnum sem allra mest lið. Þá er það hafði verið
gert opinbert, hverja útvarpið sænska liafði fengið til að flytja
ræður, snéri sendiherra Ráðstjórnarinnar sér til utanríkisráðu-
neytisins sænska og fór fram á, að útvarpinu yrði bannað að
láta þá Överland og Johnson tala'
Ráðuneytið vildi ekki verða við ósk liins rússneska sendi-
herra — en glöggt var það, hvað þeir vildu, Ráðstjórnarlierr-
arnir í Moskvu.
i
III.
Arthur Koestler og rit hans.
tt . , Tr A RTHUR KOESTLER er fædd-
Hver er Arthur Koestler l\ , , ,.r ... TT . . .
, * , r , ur 1 hofuðborg Ungverialands
~ og hvað hefur hann , , TTJ
skrifað? árið ^a*lr hans var Ungverji,
en móðirin austurrísk.
Arthur Koestler var níu ára gamall, þegar heimsstyrjöldin
fyrri hófst, en þrettán ára var hann, þá er þjóð lians — í nóvem-
her 1918 — lýsti yfir fullu sjálfstæði sínu — algerum skilnaði
við Austurríki — og stofnaði lýðveldi í landinu. í marz árið
1919 gerðu Kommúnistar byltingu og settu á stofn ráðstjórn.
Byltingunni fylgdi liið ægilegasta blóðbað, en völd Kommún-
tsta stóðu ekki nema um það bil ársþriðjung. í ágúst, sama
«trið og þeir tóku völdin í sínar hendur, gerðu rúmenskar her-
sveitir innrás í landið, því að bæði var það, að andstæðingum
Kommúnista var slík innrás kær — og svo höfðu Rúmenar full-
ar> hug á að ná og lialda héruðum, sem höfðu lotið Ungverja-
'andi. Ráðstjórninni var steypt af stóli, og var síðan gengið
hart að því að uppræta Kommúnista og kommúnistíska starf-
■semi í landinu. Ríkti þar í rauninni hin mesta ógnaröld, unz
komið var á nýrri stjórnskipun í janúar 1930. Horthy flota-
foringi var kosinn ríkisstjóri í þessu landi, sem nær hvergi að
s)h, og raunverulega gerðist hann strax einræðisherra eftir
valdatöku sína. Hann var því fyrsti fasistíski einvaldurinn í