Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 20
210
JÖHÐ
á bernskuárum Koestlers — og þá ekki síður þær blóðughödd-
ur, sem síðan gengu yfir þjóð hans og brutu niður hvern vonar-
drang réttlætis og frelsis, hafi haft djúp og óafmáanleg áhrif
á skapgerð hans, tilfinningalíf hans og hugsun. Þykir mér það
meira en líklegt, að einbeiting Koestlers sem þroskaðs manns
að grundvallar vandamálum einstaklingsins og þjóðanna, hvar
sem þær búa á þessari Jörð, ætti fyrst og fremst rætur sínar að
rekja til áhrifa heimstyrjaldarinnar fyrri, ógnanna með þjóð
hans og til hinnar skipulögðu einræðiskyrrstöðu í hinu ung-
verska þjóðfélagi, — hann hafi tiltölulega snemma fundið, en
síðan komizt um það að fastri niðurstöðu, að því aðeins
mundu að minnsta kosti smáþjóðir geta notið öryggis og allur
þorri manna varanlegs velfarnaðar, að markvísara en nokkurn
tíma áður í sögu veraldar væri stefnt að sem jafnvægustu og
um leið réttlátustu framleiðslu-, viðskipta- og félagsmálakerfi
með þjóðunum yfirlekt, svo að alþjóðlegt samstarf um varð-
veizlu friðarins gæti orðið reist á bjargi þess skilnings sér-
hverrar þjóðar, að henni væri hagur að því, að friður héldist —
og á þeirri tilfinningu, að hún vissi liinn sama skilning ríkja
hjá nágrönnum sínum.
Arthur Koestler fór tiltölulega snemma af landi burt og
stundaði nám í Vín, höfuðborginni i ættlandi móður sinnar.
Síðan tók hann að leggja stund á að skrifa í blöð, en fór brátt til
Mið- og Vestur-Asíu og var þar á flækingi, svo að árunr skipti,
vann ýmist fyrir sér með líkamlegri vinnu eða hann skrifaði
pistla í blöð í Þýzkalandi og Austurríki.
Þá er hann kom til Evrópu á ný, settist hann að í Þýzkalandi
og gerðist blaðamaður. Tuttugu og sex ára gamall — eða árið
1931 — gekk hann í Kommúnistaflokkinn — því að — eins og
Arnulf Överland segir — varð mörgum það fyrir — svo sem öllu
stefndi í veröldinni eftir heimsstyrjöldina 1914—18 — að b'ta á
„Rússland Jafnaðarstefnunnar sem eina sólskinsblettinn“ —
og Koestler, með minningarnar heiman að og þekkinguna á
einræði Horthys, hlaut flestum fremur, úr því að hann var and-
stæður einræði, að líta Ráðstjórnar-Rússland vonaraugum, ein-
mitt þá er vegur Hitle^s fór liraðvaxandi eftir fjárhagshrunið í
Þýzkalandi 1929.