Jörð - 01.06.1948, Page 21
JÖRÐ
211
Árin 1932 og '33 dvaldist Koestler mikið í Rússlandi .Hann
fór allvíða, kynnti sér flest og komst í kunningsskap við ýmsa
þá menn, er framarlega stóðu. Hann var eftir sem áður komm-
únisti, en samt ægðu honum ýmsar aðferðir flokksbræðra sinna
í Austurvegi og þær fórnir, sem honum var sagt, að nauðsynlegt
væri að færa á altari hinnar glæstu framtíðar. Næstum lieilan
vetur dvaldi hann í Karkow í Ukraínu, og var þá hið mesta
neyðarástand ríkjandi í umhverfi borgarinnar. Fjöldi manna
féll úr lmngri, en orsökin var sú, að geipihörð átök voru á milli
stjórnarinnar og bænda um afurðir þeirra, og höfðu þeir ýmist
brennt kornið eða stjórnin svipt þá uppskerunni. Hið opinbera
gerði ekkert til þess að bæta úr ástandinu, en undarlegast af
öllu fannst Koestler það og allra óhugnanlegast, að í blöðum
borgarinnar var ekki einu orði minnzt á hungrið og mann-
dauðann, heldur fluttu blöðin daglega stór- og feitletraðar
fregnir af velsældinni í landinu og af hinum geipilegu fram-
förum og framkvæmdum. Og víst er um það, að Koestler, sem
varð ófriðhelgur í Þýzkalandi nokkru eftir valdatöku Hitlers —
eða árið 1934 — kaus að dvelja í Frakklandi og Sviss. Þegar
spánska borgarastyrjöldin hófst, fór liann til Spánar sem frétta-
ritari brezks stórblaðs og fylgdist með stjórnarhernum. Menn
Francos tóku liann til fanga, og síðan var hann dæmdur til
dauða fyrir Franco-fjandsamlegan fréttaflutning, en Bretastjórn
bjargaði lionum með íhlutun sinni.
Árið 1937 fór hann til Moskvu og var þar viðstaddur réttar-
höldin í málum ýmissa hinna gömlu foringja ogtrúnaðarmanna
Kommúnistaflokksins rússneska, sem þá voru dæmdir til líf-
láts. Hann fylgdist mjög vel með öllu og fékk ýmsar nánar upp-
lýsingar hjá hinum rússnesku flokksbræðrum sínum um það,
sem fram liafði farið bak við tjöldin, og hann kappkostaði að
kynna sér sem bezt andann í flokknum, stjórnarfar allt, ástand
°g horfur. Hann fór síðan aftur til Frakklands og settist þar að,
vonsvikinn og haldinn miklum óhug og áhyggjum. Árið 1938
sagði hann sig úr Kommúnistaflokknum. Trú lians á Rússland
Stalins var glötuð, en þó lifði ennþá hjá Koestler neisti veikrar
vonar um.aðRáðstjórnarríkin sneru inn á veg þeirra dásamlegu
'uigsjóna, sem hann og aðrir höfðu trúað, að væru þar leiðar-
14*