Jörð - 01.06.1948, Side 22
212
JÖRÐ
steinninn. En þegar Stalin, árið eftir, gerði samninga sína við
Hitler og fyrirskipaði síðan Kommúnistaflokkum allra landa
hina furðulegu friðarsókn, þá gat Arthur Koestler ekki svo
mikið sem alið blekkivon í brjósti sér um það, að stefnt væri í
Rússlandi að framtíðarvelferð mannanna.
Þá er styrjöldin brauzt út, haustið 1939, var Koestler, eins og
yfirleitt þeir erlendir menn, sem flúið höfðu til Frakklands
vegna stjórnmálaafskipta heima fyrir, settur í fangelsi og síðan
fangabúðir. í fangabúðunum dvaldi Koestler fram í janúar
1940, en þá — og einmitt um sama leyti og þýzkt stórblað skrif-
aði um hann í storkunartón og hagaði meðal annars orðum sín-
um á þessa leið: hví frelsa þeir hann nú ekki úu fangabúðum,
vinir hans, Bretarnir? — var hann látinn laus eftir ósk brezkra
stjórnarvalda. En lýsing Koestlers á vistinni í fangabúðunum
er gott dæmi þess, hve illa var komið hjá hinni frönsku þjóð,
sem hafði fyrir hálfri annarri öld dregið upp merki mannrétt-
indanna og hafði í augum heimsins ábyrgð og virðingu sem for-
ystuþjóð á sviði andans. Fangaverðirnir voru hinir mestu galla-
gripir og viðurgerningurinn lakari en í fangelsum Francos,
hins spænska uppreisnarforingja og síðar einræðisherra.
Ekki hafði þel Koestlers í garð Ráðstjórnarinnar hlýnað við
árás Rússa á Finnland og aðgerðir þeirra í löndunum við
Eystrasalt, og eftir að liann slapp úr fangabúðunum skrifaði
hann skáldsöguna Myrkur um miðjan dag, og kom hún út í
París vorið 1940, — en það er eitt af hinu furðulega við þenna
stórgáfaða og fjölhæfa mann, að hann ekki einungis getur lesið
og talað fjölmörg tungumál, heldur getur hann og skrifað list-
ræn ritverk á að minnsta kosti fjórum málum: ungversku,
þýzku, frönsku og ensku.
Þá er Frakkar höfðu gefizt upp fyrir Þjóðverjum, var Koestl-
er og hinum þýzku rithöfundum, sem flúið höfðu til Frakk-
lands, ekki til setunnar boðið. En mjög var erfitt um undan-
komu, og sumir af rithöfundunum fyrirfóru sér til þess að falla
ekki í hendur Þjóðverjum. Meðal þeirra var skáldkonan Irm-
gerd Keun, sem skrifaði skáldsöguna Eftir miðnœtti, er út kom
á íslenzku í þýðingu Freysteins Gunnarssonar kennaraskóla-
stjóra. Sumir voru handteknir, settir í fangabúðir — eða jafn-