Jörð - 01.06.1948, Page 23
JÖRÐ
213
vel skotnir. En nokkrir sluppu úr landi. Hinn kunni þýzki
Gyðingur Lion Feuchtwanger slapp til Ameríku, en Koestler
til Norður-Afríku og þaðan til Portúgal. Honum hafði tekizt
að afla sér falskra skilríkja, og síðan fékk hann þá vegabréf. í
Portúgal dvaldi hann um hríð, unz hann komst til Bretlands.
Þar var hann nokkrar vikur í gæzluvarðhaldi, því að Bretar
voru afar varir um sig, en Portúgal orðið miðstöð stríðsnjósna
og margur maðurinn varasamur, sem þangað og þaðan lagði
leið sína. í janúar—marz 1941 skrifaði Koestler bók um dvöl
sína í Frakklandi frá því að Stalin og Hitler gerðu með sér
samninga um frið, vináttu og viðskipti margs konar, þar sem
skipzt skyldi á vörum og skipt á milli sín löndum og þjóðum.
I formála bókarinnar, sem var skrifaður í ágústmánuði 1941,
segir Koestler — svo sem til þess að taka af öll tvímæli:
„Þessi bók er skrifuð í janúar—marz 1941, áður en Þjóðverj-
ar réðust inn í Rússland. Samt sem áður sér höfundurinn ekki
ástæðu til að breyta því, er hann segir í bókinni um hin sál-
fræðilegu áhrif þýzk-rússneska sáttmálans frá í ágúst 1939 —
eða skoðun sinni á stjórnmálaviðhorfi Kommúnistanna
frönsku. . . . “
Á árinu 1941 gekk Koestler í brezka herinn og barðist þar
sem óbreyttur hermaður til ófriðarloka. Koestler á nú heima í
Norður-Wales.
ÆKUR Arthurs Koestlers eru þessar:
Skylmingamennirnir. Skáldsaga. Á ensku: The Gladia-
tors.
Speemk arfleiðsluskrá. Frásagnir frá borgarastyrjöldinni á
Spáni og athuganir og hugsanir höfundar í sambandi við
þá styrjöld. Á ensku: Spanish Testament. Á sænsku:
Spanskt testamente.
Myrkur um miðjan dag. Skáldsaga.
Sori Jarðar. Frásögn um hrunið í Frakklandi 1940 og skýring-
ar á því. Á ensku: Scum of the Earth. Á dönsku: Jordens
Bærme.
Koma og brottför. Skáldsaga. Á ensku: Arrival and Departure.
Á sænsku: Domens dag.