Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 25
JÖRÐ
215
mannsins, andríki skáldsins og list snillingsins. Þetta eru þeir
gáfumenn, sem svo eru villtir vegar, að þeir eru sammála raun-
verulegri stefnu Kommúnistanna rússnesku og starfsreglum
þeirra — eru sammála þeim kommúnistíska hugsanaferli, sem
fram kernur í Myrkur um miðjan dag og því viðhorfi foringj-
anna til fjöldans, er þar birtist okkur í allri sinni hunzku nekt.
Þessir nienn hugsa sem svo:
„Þetta er hættulega snjall og gáfaður skýjaglópur og dóni!
Það er sannarlega betra, að okkur takist að stimpla hann sem
„sósíalfasista“, ef Kommúnistaflokkarnir utan Rússlands eiga
að verða annað en fámennar og máttlitlar klíkur okkar, hinna
einu hugsandi og raunsæju manna. Það er þó sannarlega gott,
að auðvaldsfíflin lofa okkur að tala og skrifa frjálst, svo að við
getum logið í skrilinn og blekkt hann. Ég veit ekki, hvar við
værum annars staddir, og ekki veit ég heldur, hvað úr okkur
hefði orðið, ef við hefðum ekki átt og getað viðurkennt það
hoðorð, sem er gullrúblum betra: Tilgangurinn helgar með-
alið! “
En einnig veit ég, að þeir bölmóðu gáfumenn eru nokkrir,
senr vita sig verða að trúa á Kommúnismann, ef þeir eigi að
geta þolað tilveruna, en eiga ekki hið hljóðhelda tjald hunzk-
unnar, heldur verða að notast við mjúka, en gisna voð sefjun-
arinnar til verndar sinni sjálfsblekkingu, og svo berst þá annað
veifið rödd hrópandans inn í fylgsni sálar þeirra. Þessir menn
forðast máski bók eins og Myrkur um miðjan dag, en ef þeir
lesa hana, þá fleygja þeir henni ef til vill frá sér og hrópa — án
þess að minnast þess, hvaðan þeir hafa orðin:
„Vík frá mér Satan!“
Kannski bylta þeir sér svo svefnlitlir eina eða tvær nætur,
ráfa um eirðarlitlir einn-tvo daga. Síðan taka þeir rögg á sig og
fara að vinna „verk sinnar köllunar“ (!!) og tekst að sefjast á ný
í sellum, félögum, í hópi fárra útvaldra trúbræðra og við lestur
sinna kommúnistísku trúarlærdóma.
Þetta eru ekki vondir rnenn, ekki venjulegir hræsnarar. Þetta
eru sjúkir menn og brjóstumkennanlegir, rnenn, sem váleg veð-
ur vondra tíma liafa hrakið til að leita sér skjóls undir því blóð-