Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 27
JÖRÐ
217
sem nokkur trygging þess, að hann sé á réttum vettvangi. En þó
óróar hann og þjáir einhver tilfinning um misræmi milli eðlis
lians og þeirra starfa, sem hann leysir af hendi í þágu þess mál-
efnis, sem hann vill helga líf sitt.
Atburðirnir í ágúst 1939 í Moskvu og Berlín valda því, að
hann segir skilið við Kommúnismann, flýr úr landi og ákveður
að ganga í brezka herinn — í rauninni ekki vegna þess, að hann
sjái sig þjóna með því neinum göfugum tilgangi, heldur er hon-
um frekast farið eins og dreng, sem strýkur úr vistinni og leitar
ósjálfrátt á þann af næstu bæjum, þar sem fólk býr, er hann veit
litla vini húsbænda sinna. Meðan liann í hlutlausu landi bíður
eftir að geta komizt leiðar sinnar, kynnist hann stúlku, sem hríf-
ur hann. Og lnifnin verður að ástríðu, og hún gerir strik í
reikninginn — nei, hún er raunar kærkomin. Logar hennar
brenna í æðum og taugum, og hin annars vökula óró, og hin
nagandi þjáning verða að hörfa. En svo fer þá ástmærin til
Ameríku, og hann ákveður að breyta fyrri ráðagerð og fara líka
yfir hafið — síðar. En þegar ástmærin er farin, þá ná óróin og
þjáningin sér niðri svo sem aldrei áður, því að nú hefur hann
hvarflað frá þeirri fyrirætlun, sem varð honum bráðabirgðafró,
þá er hann hafði slitið tengslin milli sín og þeirrar stefnu, sem
hann hafði þjónað. Og nú bregður svo undarlega við, að án
þess að til þess verði fundin nein skynsamleg orsök, lamast
hann á hægra fæti og fær annað veifið áköf hitaveikiköst. Fyrir
nafrfærna rannsókn og aðstoð konu, sem er sérfróð um ýmis
dulin eigindi sálarlífsins, kemst liann svo að raun um, að bæði
lömunin og hitaveikiköstin eiga sér sálarlegar orsakir, kemst
til viðurkenningar á því, að líkami hans hefur lamazt og fengið
sótthita af völdum hinnar andlegu þjáningar, er á rætur sínar
að rekja til atviks nokkurs frá bernskuárunum, atviks, sem
hann hefur ekki liaft hugmynd um að hafi snortið hann svo
djúpt, að það hafi haft nokkur áhrif á líf hans. En einmitt
vegna þess, hve miklum andlegum sársauka þetta atvik hafði
valdið honum, þá er það gerðist, hafði hann leitazt við að ganga
frá því sem vandlegast í fylgsnum hugans. Svo hafði það þá
grafið um sig eins og ígerð, sem ekki fær framrás, og hann leitað
þeirri þjáningu, sem það olli, allt annarra skýringa. Það hefur