Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 31
JORÐ
221
ráðið og farartækið þýtur áfram eins og fælinn reiðskjóti, þá
er þó hemillinn eina björgin. Þessa vitneskju verður Pétur’
Slavek að láta sér nægja að sinni. — Ég kem svo ekki fyrr en
síðar að því er hann líkt og órar fyrir í bókarlok....
MYRKUR UM MIÐJAN DAG (Jón Eyþórsson þýddi, Snæ-
landsútgáfan, Reykjavík 1947) hefur vakið ennþá al-
mennari athygli heldur en Koma og brottjör. Þar er aðal-
persónan ekki rúmlega tvítugur unglingur, sem er sá vandi á
höndum að velja um áttir og vegi, heldur maður, sem er af
léttasta skeiði og horfir yfir farinn veg og veit, að hann er
kominn á vegarenda.
Eina frostkalda vetrarnótt var Rubashov rifinn upp úr rúm-
inu og honum síðan ekið í fangelsi. Hann var lokaður þar inni í
nöturlegum klefa. En Rubashov þessi var enginn ótíndur flæk-
ingur af götunni; var ekki rifinn upp úr einhverju tuskubæli,
grunaður um hnupl. Hann hafði getið sér mikinn orðstír sem
henforingi í bardögunum gegn liinum hvítu herjum á árunum
eftir byltinguna, hafði setið og bollalagt ásamt öðrum helztu
mönnum Flokksins, þá er verið var að leggja á hin vöndu ráð
um stjórnarhætti, atvinnurekstur og hervarnir, og hann hafði
gegnt geipimikilvægum störfum erlendis. Nazistar höfðu varp-
uð honum í fangelsi og pyndað hann svo, að þá er Iiann slapp
lieim og var fagnað sem þjóðhetju, með fjöldafundum og her-
sýningum, varð hann að staulast á hækjum þangað, sem fjöld-
inn fengi séð hann og hyllt liann. Þá var þessi maður borinn
;í gullstól — og nú var hann kominn í fangaklefa.
Hanri fór að hugsa um fortíðina. Hann minntist fyrsta
flokksþingsins. Fulltrúarnir voru flestir skeggjaðir menn. Þeir
voru allir alvarlegir nema gamli maðurinn, sem sat í öndvegi:
.,Hann lét rifa í Tartaraaugun sín og horfði útundan sér með
kasnum og glottaralegum svip.... Þeir voru um þessar mundir
lámennur hópur algerlega nýrrar manntegundar: stríðandi
iieimspekinga. Þeir voru álíka kunnugir fangelsunum í stór-
borgum Evrópu og verzlunarlýðurinn gistihúsunum. Þá
dreymdi um völd til þess eins að afnema valdið, — að drottna
yfir þjóðum til þess að venja þær af að láta drottna yfir sér.