Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 32
222
JÖRÐ
Allar hugsanir þeirra urðu að athöfnum og allir draumar
þeirra rættust."
Rubashov starfaði árum saman erlendis. Þegar hann kom
heim, fannst honum mikil breyting á orðin:
„Helmingur hinna skeggjuðu manna á myndinni voru ekki
lengur til. Nöfn þeirra máttu ekki heyrast, og bölvuð skyldi*
vera minning þeirra — nema gamla mannsins með skásettu
Tartaraaugun, foringja horfinna daga, sem hafði dáið í tæka
tíð. Hann var dýrkaður sem guð almáttugur, og NR. EINN var
Sonurinn. En sá orðrómur gekk fjöllunum hærra, að liann hefði
falsað erfðaskrá gamla mannsins til þess að erfa völdin. Þeir,
sem eftir voru af gömlu mönnunum á ljósmyndinni, voru orðn-
ir óþekkjanlegir. Þeir voru nauðrakaðir, útslitnir, vonsviknir,
fullir kaldrifjaðrar bölmóðsku. Öðruhverju rétti NR. EINN
út hramminn eftir nýju fórnarlambi úr þeirra hóp. Þá börðu
þeir sér allir á ijrjóst og iðruðust synda sinna í einum kór.“
Og nú spurði Rubashov sjálfan sig í fangelsinu:
„Hvað var orðið af þeim? Heilar þeirra, sem breyttu rás
veraldarinnar, höfðu liver og einn hlotið sinn skammt af blýi,
sumir í ennið, aðrir í hnakkann. Aðeins tveir eða þrír voru eft-
ir skildir á flækingi einhvers staðar úti í heimi, útslitnir. . . .“
Rubashov veit, hvers hann á að vænta. Hann hefur verið allt
annað en ánægður árum saman. Ekki svo að skilja, að hann hafi
ekki litið þannig á, að tilgangurinn helgaði meðalið. Það gerðu
þeir allir, gömlu, skeggjuðu bardagamennirnir frá byltingarár-
unum. En þeir réðu ráðum sínum sarnan, og fyrir þeim vakti
velferð fólksins, hugsjónir um nýjan og betri heim, þar sem
ríkti meira öryggi, meira frelsi, meiri velsæld, aukin hamingja.
En nú gildir aðeins eitt, — livað NR. EINN vill, hvað styrkir að-
stöðu hans og hvað veikir hana. Köld rökvísi um stytztu leið að
marki hans gildir um hvað sem er.
ívanov, sem er að telja Rubashov á að játa sig sekan, segir:
„Við erum liinir fyrstu ('byltingarmenn), sem erum sjálfum
okkur samkvæmir.“
Rubashov svarar:
„Já, svo samkvæmir, að við látum um fimm milljónir bænda
og skylduliðs þeirra deyja úr hungri á einu og sama ári til þess