Jörð - 01.06.1948, Page 40
230
JÖRÐ
þú skilur! Og þó voru Tékkar bandamenn Frakka — ekki síður
en Pólverjar! Jú, þarna var nú lieldur en ekki tækifæri fyrir
franska Fasista til þess að ota sínum tota: Segjum tveir: Hvað
eiga Frakkar að vera að skipta sér af því, hvað Pólverjum og
Hitler fer á milli? Má franska þjóðin ekki eiginlega vera Hitler
— hinum mikla foringja — þakklát fyrir það, að hann beinir
lierjum sínum austur á bóginn? Latum Breta gera eins og þeim
sýnist — án okkar afskipta! Hafa ekki Rússar náð samningum
við Hitler — já, hefur ekki Stalin, verkamenn góðir, sýnt og
sannað annað tveggja, að allur liinn kommúnistíski áróður hef-
ur verið slúður — eða þá að hann telur ekki sitt meðfæri að etja
kappi við Hitler, — og skyldi það þá vera meðfæri frönsku
þjóðarinnar, eins og þar hefur gengið á undanförnum árum —
hver höndin upp á móti annarri hjá hinum gerspilltu lýðræðis-
flokkum? Og svo að við snúum okkur að borgurunum, þeim,
sem eittlivað eiga og einhvers hafa að gæta', hinurn sönnu son-
um Frakklands: Hefur ekki Stalin jafnvel látið þann boðskap
út ganga, að franskir Kommúnistar, að Kommúnistar um allan
heim, hefji friðarsókn? Stalin virðist sannarlega trúa á samn-
inga sína við Hitler! Hvers vegna ættum við ekki líka að geta
náð við hann samningum, sem á væri hægt að treysta — hvers
vegna ættum við þá ekki að geta tryggt okkur vináttu Hitlers
— alveg eins og Rússar, aðeins ef hinum réttu mönnum er beitt
til forystu við þá samninga?. . . . Við þá, sem hvað sem tautaði
vildu halda samninga við Breta og Pólverja, var svo róið að
því, að foringjar Kommúnista væru settir í fangelsi — og ekki
einungis þeir æðstu, sem höfðu hið beina samband við Moskvu,
heldur foringjar úr verkalýðssamtökunum — margt hvað menn,
sem voru í rauninni góðir synir síns föðurlands en höfðu látið
blekkjast — og að hin kommúnistísku blöð væru bönnuð. Hin
fasistísku áhrifavöld sögðu við hina hálfvolgu, máttlitlu og í
rauninni fylgisvana stjórn: Þið skuluð raunar halda samninga
við Breta og Pólverja, en þó ekki hætta ykkur of langt. Það er
nóg að senda herinn í Magniotvirkin — þau eiga alltaf að
tryggja okkur fyrir þýzkri skyndiárás — og láta svo sjá, hverju
fram vindur, forðast raunverulega sókn að sinni — en hins
vegar sjálfsagt að nota nú tækifærið og svipta Kommúnistana