Jörð - 01.06.1948, Page 41
JÖRÐ
231
forystu, því að það þekkjum við af reynslunni, að þeim er ekki
að trúa.
Víst var um það, að ekki stóð á æðstu foringjum Kommúnista
um að taka þá afstöðu, sem þeim var fyrirskipuð frá Moskvu.
Hins vegar var allt öðru máli að gegna um ýmsa forystumenn
í verkalýðsstétt og trúnaðarmenn á vinnustöðvum — hvað þá
um allan þorra kommúnistískra kjósenda. Koestler farast þann-
ig orð um afstöðu hinna kommúnistísku verkamanna í Frakk-
landi:
„Þeir voru gersamlega agndofa, reikuðu eftir höggið, sem
þeim hafði verið greitt, og þeir skimuðuörvonaeftirskýrihgum.
Flokksblöð þeirra höfðu verið bönnuð, og það vantaði bæði
haus og sporð á þær skýringar, sem hvíslað var frá manni til
manns — og komnar voru ofan að frá foringjunum. Það var
jafnenfitt fyrir hálffimmtugan verkamann í Renault-verksmiðj-
unum eins og fyrir nítján ára pólskan Gyðing, sem þar vann,
að átta sig á því, að sú Messíasartrú, sem þeir hvor á sinn hátt
höfðu fórnað því hreinasta og bezta í sjálfum sér, væri fals og
lygi, jafnerfitt þeim báðum að skilja, að þeir hefðu látið hafa
sig fyrir fífl, hefðu þolað barsmíð og fangelsisvist gersamlega
út í bláinn, hefðu glatað möguleikum sínum til betri starfa og
bættra kjara í verksmiðjunum, hefðu tekið á sig þjáningar,
dreymt sína ljúfu drauma, átt í harðvítugri baráttu og hörðum
rökræðum árum saman — allt út í bláinn.“
Koestler sýnir svo frarn á, hve einstakt tækifæri hafi þarna gef-
izt til að vinna til þjóðhollustu þá menn, sem átt höfðu sérRúss-
land að draumalandi — og afla Frakklandi styrkrar og öruggrar
haráttusveitar gegn Nazismanum. Hann segir, að ekki hefði
þurft annað en blása á ný lífi í orðin frelsi, jöfnuður, brœðra-
lag, en þau orð hefðu nú lengi vel ekki verið annað en stein-
letur á skjaldarmerki. En í stað þess að taka þennan kost, hefði
franska stjórnin hafið ofsókn gegn ekki einungis æðstu foringj-
um Kommúnista, heldur öllum þorranum af kommúnistískum
forystu- og tninaðarmönnum. Kommúnistar urðu svo í Frakk-
landi sem annars staðar eins konar önnur fimmta herdeild
Hitlers, þó að raunar hin — Fasistarnir — stæði einmitt að
þeim áróðri, sem olli miklu um ofsóknina á hendur liinna