Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 42
232
JÖRÐ
kommúnistísku úrvalsliða. Svo urðu þá sköp frönsku þjóðar-
innar það ömurleg, að þegar mest þótti á liggja, voru völdin
falin Petain marskálki, sem lét sér þau orð um munn fara, að
með stjórnarbyltingunni miklu liefði hafizt hnignun Frakka.
Það er því óhætt að segja, að fyrir sameiginleg átök Kommún-
ista og Fasista og makræði og spillingu í hópi smáborgara og
yfirstétta, hafi í Frakklandi fórnin vegna „höfuðvígisins" —
eins og Gletkin kallar það í Myrkur um iniðjan dag — orðið
ærið stór.
I* BÓK sinni Jóginn og fulltrúinn gerir Koestler grein fyrir
því með sönnunargögnum, sem ekki er unnt að hrekja,
hvernig ástatt er í Rússlandi. Sönnunargögnin eru sótt í rúss-
nesk lög og tilskipanir, skýrslur stjórnar og stofnana og enn-
fiemur rússnesk blöð.
Hann skýrir það fremst í þessari bók, hvernig Rússland gat
orðið draumalandið, fyrirheitna landið — og það ekki einungis
hjá fjölmörgum þeim, sem aðhylltust meira og minna róttæka
jafnaðarstefnu, heldur og hjá ýmsum frjálslyndum mönnum,
„framfaramönnum í menntastétt og klerkum, sem höfðu lagt
stund á að afla sér víðtækrar þekkingar.“ Arnulf Överland seg-
ir, að hann og honum hliðstæðir menn hafi litið á Rússland
„sem eina sólskinsblettinn“ í skugguðu öngþveiti veraldar, en
Koestler hagar orðum sínum á þá leið, að það liafi verið „ein-
asta vonin í vonlausri tilveru, einasta fyrirheit hinna þreyttu og
vonsviknu." Það varð út um heiminn eins konar goðheimar í
margra augum, og sögurnar þaðan goðsagnir. Þetta ætti okkur
svo sem hér á landi að virðast nokkuð nærri sanni. Það var sagt
frá því af hrifni, ef menn sáu snoturt barnaheimili í Rússlandi,
— nýjar vélar urðu undur veraldar, þegar þeir lýstu þeim, sem
aldrei létu sér detta í hug að líta á vélar hér á landi, hjónavígsla
varð þar furðuverk fyrir augum og eyrum íslenzkra gáfumanna
vegna þess eins, hve stutt hún stóð yfir, rússnesk bókaútgáfa
heyrði undir flokk þeirra afreka mannsandans, sem mega teljast
venjulegum mannlegum vitsmunum gersamlega óskiljanleg, og
hinar verklegu framkvæmdir í Rússlandi voru látnar birtast
okkur í svo háum tölum, að menn hér svimaði. Menn gleymdu