Jörð - 01.06.1948, Page 45
JÖRÐ
235
menn, sem stjórninni eru mikilvægir. Þá eru og einstökum
mönnum veitt svo há verðlaun, að undur mega heita. Um
einkamál er löggjöíin orðin svo ófrjálsleg, að furðu gegnir, t. d.
er hjónaskilnaður háður svo miklum og dýrum málarekstri, að
einungis hátekjustéttirnar geta lagt í }Dann kostnað og það
þvarg, sem lionum fylgir. Réttarfarið er þannig, að stjórninni
og leynilögreglunni er gersamlega í sjálfsvald sett, hvernig þær
fara að ráði sínu, þegar því er að skipta, en einnig er það, að þó
að farið sé eftir lögunum, þá eru refsingar mjög þungar og
stundum í algerri mótsetningu við réttarmeðvitund vestrænna
þjóða í lýðræðislöndum. Það kostar fólk hálfs árs Síberíuvist í
Ráðstjórnarríkjunum, ef náinn ættingi þess strýkur úr hernum
og forðar sér til útlanda — en þó sleppa skyldmenni sliks flótta-
manns alls ekki með slíka refsingu, nema þau séu óvitandi unt
athæfi lians. Séu þau það ekki, þá lenda þau í 5—10 ára fang-
elsi, og allar eignir þeirra eru gerðar upptækar. Vist í æðri skól-
um er orðin það dýr, að börn alls þorra manna geta ekki stund-
að nám í þeirn skólum. Þegar breytt var lögunum um skólavist,
nrðu meir-a en hálf milljón stúdenta fráfátækum heimilum að
hætta háskólanámi. Rithöfundar og listamenn verða að skrifa,
mála, búa til höggmyndir og sönglög eða hljómlist í þeim anda,
sem stjórnarvöldin óska. Dauðir menn eru tilbeðnir eins og
guðir — og það ekki einungis Lenin, lieldur og aðrir eins gripir
og ívan grimmi, og litið er á Stalin eins og drottin drottnanna,
enda má nærri geta, hvernig ástatt sé-í þeim efnum í Rússlandi,
úr því að tilbeiðslan á þessum einvaldi hefur náð öðru eins
marki hér á íslandi og raun ber vitni. En auk Stalins eru svo
tilbeðnir ýmsir hálfguðir. Hins vegar rnega menn nú orðið
sinna sínum grískkaþólsku trúarbrögðum með öllum þeirra
hindurvitnum, aðeins ef klerkar gæta þess, að nota vald sitt og
fræði sín til dásemdar Stalin og stjórn hans — eða með öðrum
orðum: gera guð himnanna að eins konar þjónustusamlegum
vikapilti Stalins — og englana að gáttagægjum í hans húsakynn-
mn, svo sem sjá má á kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Þá bendir
Koestler á það, að þó að raunar hafi tekizt allvel til urn fram-
kvæmdir ýmsar í Rússlandi, þá sé það engin sönnun þess, að þar
v>ki sósfalismi, því að aflstöðvar eða verksmiðjur séu hvorki