Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 47
JÖRÐ
237
Framtíðin TS ^ SKAL hér bent á sitthvað úr ritum Kostlers,
JT sem sýnir, að hvaða niðurstöðum hann kemst
um það, hvað vænlegt sé, svo sem nú er komið málum — og
iivers hann vill vænta mannkyninu til handa í framtíðinni.
Hann segir í Jóginn og fulltrúinn:
„Það dá, sem byltingarhreyfingin hefur fallið í, hefur komið
hinum djúphugulustu og menntuðustu mönnum hvarvetna
um heirn í varnaraðstöðu. Nú er ekki lengur um að velja eitt af
tvennu, byltingu eða auðvaldsskipulag, heldur er kosturinn
aðeins sá að reyna að i)jarga einhverju af verðmætum lýðræðis-
ins og þeirrar stefnu, er miðaði að aukinni mannúð og rnann-
ltelgi, ef vér eigum ekki að glata þessum verðmætum öflum. Og
til að koma í veg fyrir, að svo fari, verðum við frekar en nokkru
sinni áður að hafa í heiðri hinn velkta og rifna fána frjálsrar
hugsunar. Eins og sakir standa ('Þetta er skrifað 1945. G. G. H.)
á sá fáni ekki upp á háborðið, og hann á engan sinn líka að því
leyti, að hann ber bæði merki um munnslefu þeirra, sem hann
hafa svívirt, og blóð þeirra sanriierja okkar, sem hafa undir
honum fallið.“
I iok bókarinnar Sori Jarðar gerir Koestler grein fyrir því,
hvað hann telji um að velja í atvinnu-, fjármála- og stjórnar-
báttum eins og nú standa sakir.
I atvinnu- og fjdrmálum: A: Ringulreið. B: Skipulagsbúskap
(þ. e. ríkiskapítalismi = ríkissósíalismi).
I stjórnarháttum: 1.: Einræði. 2.: Lýðræði (þ. e. stjórn fulltrúa,
sem kosnir séu af almenningi í frjálsum kosningum).
Koestler segir, að það hafi sýnt sig í Rússlandi, að sósíalistískt
skipulag á fjármálum og atvinnuvegum geti farið saman við
einræði, og í Þýzkalandi Nazista hafi sannazt, að unnt sé að
samhæfa kapítalisma og skipulagðan þjóðarbúskap. Hann kveð-
Ur þáð leggjast í sig, að eftir fá ár reynist lierópið: kapítalismi
eða sósíalismi — álíka raunhæft og deilur guðfræðinga um það,
bvort englarnir muni vera karikyns eða kvenkyns — eða ltvort
bugsazt geti, að þeir séu hvorugkyns. í sjálfu sér sé ekki neinn
■itunur á ríkiskapítalisma og ríkfssósíalisma í fjár- og atvinnu-
ir>álum — munurinn verði aðeins til fyrir mismunandi stjórnar-
stefnu og hugsunarhátt þeirra, sem fari með völdin.