Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 56
246
JÖRÐ
rithöfundasambandinu, og var þá skipt um stjórn þess. Voru
ýmsir rithöfundar, sem kunnir eru víðs vegar um lönd, brenni-
merktir sem óþjóðholl sníkjudýr. A meðal þeirra var hinn
frægi og formsnjalli skopsagnahöfundur, Michael Zoshchenko,
sem dregið hefur upp ýmsar skoplegar, en mjög meinlausar
rnyndir af rússneskum manntegundum og þjóðlífsfyrirbrigð-
um — og er ausætt, að rússneska einræðisstjórnin á það meðal
annars sammerkt við Nazistaforingjana þýzku að geta ekki
þolað skop — hvað þá háð. Þá hafa Rússar hert mjög á fjötrum
þeim, er þeir hafa lagt á myndlistarmenn, og eiga þeir nú ein-
göngu að mála það, sem geti verið stjórninni gagnlegt í áform-
um hennar. Einnig hefur það vakið mikla athygli, að rúss-
nesk stjórnarvöld hafa nýlega kveðið upp áfellisdóm yfir
nokkrum frægum tónskáldum sínum — þar á meðal einu,
sem hefur af þeim sjálfum verið afar hátt hossað. (Hafa sumir
liinna frægustu þegar lýst fyrirlitningu sinni á sjálfum sér fyrir
„villu“ sína!) Loks er rétt að geta þess, að nú er kunnugt orðið,
að þegar rússneskir ráðamenn hættu að láta sýna kvikmynd
þá, sem einn mesti snillingur þeirra um kvikmyndagerð hafði
eftir stjórnarboði látið búa til af lífi hins alræmda harðstjóra,
ívans grimma, var það ekki fyrir þær sakir, að þeim þætti við
nánari athugun nokkuð að athuga við líf og gerðir þessa blóð-
hunds, heldur þótti kvikmyndasnillingurinn ekki hafa sýnt
hann í nógu dásamlegu ljósi! Og nú er kvikmyndasnillingur-
inn auðvitað dauður.
_ , , TAFNT það, sem hér að framan hefur
ott pa mn 1 om J yerjg iiermt af 0rðum þeirra, Árnulfs
Överlands og Arthurs Koestlers, og hitt,
sem á rætur sínar að rekja til annarra heimilda, er óhrekjan-
legar staðreyndir, enda sumt af því ekki annað en það, sem
menn geta sannfærzt um af vandlegum lestri stjórnarskrár
Ráðstjórnarríkjanna, en hún hefur komið út á íslenzku, — og
margt af liinu hafa menn heyrt smám saman í Útvarpinu, sein
ekki liefur víst þurft að væna um hlutdrægni í garð Rússa eða
Kommúnista utan Rússlands.