Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 57
JÖRÐ
247
EN hvernig getur svo á því staðið, að fjöldi manna hér á
landi aðhyllist stefnu „Sósíalistaflokksins“, sem er sú sama
og Kommúnistaflokka annarra landa, enda tekur flokkurinn
afstöðu með Rússum í hverju máli, lofar allt, sem rússneska
stjórnin eða leppstjórnir hennar gera, snarsnýst fyrirvaralaust,
þegar óvæntar fréttir berast um afstöðu Rússa, og vegsamar
hið rússneska réttarfar og stjórnskipulag?
Vilja allir þeir menn, sem íslenzkum Kommúnistum fylgja,
að Kommúnistaflokkurinn verði hér allsráðandi og hér kom-
ist á sú skipan, sem nú skal á drepið í nokkrum atriðum?
1. ísland verði algert leppríki Ráðstjórnarríkjanna, sem skipi
fyrir um stefnuna í utanríkismálum og hafi þau afskipti af
hverju einu innanlands, sem þeim sýnist, ákveði t. d., að
þeim skuli seldar þær íslenzkar afurðir, sem þau æskja að
fá, og fyrir það verð, sem þeim þóknast — enda hafi þau
hér slík afnot af landi, höfnum og landhelgi, sem þeim
þykir henta, — og eigi hér sérfróða fulltrúa, er fylgist með
á hverju sviði athafnalfs og menningarmála.
2. Island verði lokað land, þannig, að:
a. Erlendir menn fái ekki að fara hér ferða sinna.
b. Engin fræðsla verði veitt um hagi manna erlendis nema
sú, sem stjórnin telur sér hagkvæma.
c. Erlendir fréttaritarar fái ekki að senda héðan aðrar
fregnir en stjórninni þykja æskilegar.
d. íslenzkir menn, aðrir en stjórnarfulltrúar, fái ekki að
ferðast til annarra landa og ekki lesa aðrar erlendar
bækur en þær, sem stjórnin telur heppilegt, að þeir lesi.
3. Aðrir en flokksbundnir Kommúnistar hafi hér ekki kjör-
gengi, og í flokkinn fái ekki aðrir inngöngu en þeir, sem
hæstráðendur hans telja henta með tilliti til öryggis síns
á valdastóli og til valdbeitingar sinnar. Þessu fylgi meðal
annars:
a. Að helztu foringjar núverandi andstöðuflokka verði
dæmdir af lífi fyrir landráð, en hinir minni spámenn
í ævilanga og heilsuspillandi þrælkunarvinnu.
b. Að liver sá, er dirfist að eiga hlut að andstöðu gegn hin-
um ráðandi innan hins eina löglega flokks eða gera