Jörð - 01.06.1948, Page 58
248
JÖRÐ
ágreining um stórvægileg framkvæmdaatriði, verði
dæmdur af lífi fyrir landráð og skemmdarstarfsemi —
eða í ævilanga fangavinnu.
c. Að ströng ritskoðun verði í landinu og um ekkert mikil-
vægt atriði megi koma fram nema ein skoðun í blöðum
eða tímaritum, skoðun hinna kommúnistísku hæstráð-
enda.
d. Að menn hafi ekki rétt til að korna saman og gagnrýna
stjórnina og ekki efla félagsskap til andstöðu gegn
henni, þó að ekki sé þar um flokk að ræða.
e. Að rithöfundar verði að standa á þann hátt í þjónustu
stjórnarinnar, að þeir í greinum, ljóðum, leikritum og
sögum frægi sjónarmið hennar og framkvæmdir, en þó
um fram allt valdhafana sjálfa.
f. Að málarar, myndhöggvarar, tónskáld, hljómíistarmenn,
leikarar og kvikmyndasnillingar verði á sama hiátt að
þjóna stjórninni, en ekki skapandi listgáfu sinni eða
sannfæringu.
4. Að hér verði stofnuð geipifjölmenn, vopnuð lögregla og
ennþá fjölmennari leynilögregla (með rússneskum ,,þjálf-
urum“), og hún hafi, þegar um er að ræða „brot“, sem að
einhverju leyti geti talizt líkleg til að veikja stjórnina,
ótakmarkaðan rétt til að hefta frelsi hvers þess, sem grun-
ur hefur fallið á, — en annars sé það algerlega á valdi
stjórnarinnar, hvort sá hverfi — sé þá sendur í fangavinnu
eða líflátinn —, mál hans sé rekið á eðlilegan hátt eða
ákveðið sé að gera hann að opinberu fórnardýri öðrum til
varnaðar — eða til þess að réttlæta einhverjar ráðstafanir
eða afglöp stjórnarinnar.
5. Að maður, sem eigi að nánu skyldmenni lögreglumann,
opinberan fulltrúa eða ráðunaut, er flúi einhverra hluta
vegna af landi burt, verði dæmdur til hálfs árs þrælkunar-
vinnu, þó að hann hafi alls ekki verið í vitorði með flótta-
manninum, en sannist aftur á móti, að hann hafi verið
það, þá verði hann dæmdur í 5—10 ára þrælkun og ríkið
geri eignir hans upptækar.
6. Að sköpuð verði allfjölmenn yfirstétt stjórnarfulltrúa,