Jörð - 01.06.1948, Síða 59
JÖRÐ
249
ráðunauta, lögreglumanna, dómara, verkfræðinga og áróð-
ursmanna — þar á meðal rithöfundar og listamenn, sem
teljist stjórninni sérstaklega gagnlegir —, og sé þessi yfirstétt
hærra launuð en dæmi séu til í nokkru auðvaldsríki, sé
einnig sérstaklega skrautbúin og eigi kost á alls konar
bílífi, en kjör og réttindi alþýðu verði í höfuðatriðum eins
og hér segir:
a. Stjórninni sé heimilt að flytja livern verkamann til
vinnu, hvert sem henni sýnist.
b. Kaup faglærðra verkamanna sé stórum hærra en hinna,
en allt verkamannakaup miðist við afköst, og þeir, sem
lægst séu launaðir, geti alls ekki lifað mannsæmandi
lífi, en öll séu verkamannalaunin það lág, að verkalýð-
urinn geti ekki veitt sér fjölmörg þau þægindi, sem
sjálfsögð eru talin í flestum lýðræðislöndum heims, —
nema hvað sérstakir afkastamenn, sem notaðir séu af
stjórninni til viðmiðunar, þegar ákveðið sé ákvæðis-
vinnukaup, séu launaðir líkt og yfirstéttin.
7. Verzluninni sé þannig hagað, að verðlag sé það lágt á allra
brýnustu nauðsynjum, að almenningur geti veitt sér þær,
en á öllu öðru, og á fjölmörgu, sem við nú teljum hverj-
um siðuðum manni nauðsynlegt til híbýlaprýði, þæginda,
munaðarauka eða tilbreytni, svo hátt, að ofvaxið sé með
öllu kaupgetu alþýðunnar að veita sér þetta, enda séu
henni ætlaðar sérstakar búðir, þar sem hinar dýrari vörur
séu ekki fáanlegar. Hins vegar séu þær vörur ekki dýrari
en það, að leikur einn sé fyrir yfirstéttina að kaupa þær.
8. I háskólum séu skólagjöld svo há, að þau útiloki með öllir
börn alls þorrans af alþýðu manna frá æðri menntun.
9. Bannað sé stranglega, að íslenzkir þegnar velji sér erlendan
maka — nema frá Júgóslafíu, Póllandi, Ungverjalandi, Al-
baníu, Rúmeníu og Búlgaríu og þeim löndum. sem kynnu
að verða leppríki Rússa, því að þegnar annarra ríkja skulu
teljast íslendingum ótignari — nema hvað Rússar metist
tignari, og af þeim ástæðum sé bannað hjónaband rúss-
ucsKxa pegna og íslenzkra, unz ísland kýs ekki lengur að
vera leppríki, heldur óskar af frjálsum vilja í fyllingu tím-