Jörð - 01.06.1948, Page 61
JÖRÐ
251
næðu völdum, en það er hin sama firra og alls staðar hefur
kveðið við erlendis hjá fjölmörgum, þá er varað hefur verið
við Nazistum og Kommúnistum — en sannarlega hafa þeir
hinir sömu mennta- og alþýðumenn fengið að kenna á villu
sinni, þegar Nazistar og Kommúnistar liafa tekið völdin í sínar
hendur. Þá eru og ábyrgðarlausir og óprúttnir náungar, sem
fylla flokk Komnninista, ýmist fyrir sakir þess, hve mikið
gengur þar jafnan á — eða af því, að þar eiga þeir sér von hagn-
aðar — jafnvel mannforræðis. Ennfremur eru þarna í hópnum
bleyðimenni, oft skólasmognir rótleysingjar, sem vita, að þeir
geta óhræddir skipað sér gegn lýðræðisjafnaðarmönnum og
borgaraflokkunum án þess að eiga á hættu ofsóknir, hvað þá
misþyrmingar, þrælkun eða líftjón, og vilja svo vera í því liði,
sem þeir máski frekar hafa á tilfinningunni, heldur en gera
sér ljósa grein fyrir, að væri til alls búið gegn þeim sem and-
stæðingum, ef því gæfist tækifæri til að komast á veldisstól.
Loks er það svo fylking hinna trúuðu Kommúnista, þeirra,
sem finnst þeir ekki geta borið ábyrgð skoðana sinna og stefnu
sinnar, finnst þeir án trúar á einhvern óskeikulleika vera land-
flótta og flakkandi á Jörðinni, en eru bundnir af hégilju-
drambi þeirrar kynslóðar, sem var heimskari en hinn heimsk-
asti fávitringur steinaldar, þar eð hún batt möguleikann fyrir
tilvist alls við augu sín og eyru, nef sitt og munn sinn — og
við fingurgóma sína, því að hún ofmetnaðist af tækjum sínum
til aukins hraða og hita og afls til að slá bróður og granna, og
við langskyggni sjónglerja sinna út í kotgeim Jarðarinnar og
skarpskyggni sína á þau ódeili, sem eru duft og aska eins og
h'kami hennar sjálfrar. Svo geta þessir menn ekki trúað á það
ttiikla máttarvald, sem skapar og nærir í kærleika og af kær-
leika öfl gróðrar og frjósemi, svo að þau megi uppfylla Jörð-
ma og lofa undur hennar í vexti sínum og viðgangi og jafn-
framt leita sér máttar og fyllingar frá himninum og vegsama
hann og hans óendanleika í þrá sinni og í bæn sinni — og í
trú sinni á það, að frá föður kærleikans, fyrir hann og til hans
seu allir hlutir. En þessir, sem ekki geta á hann trúað, af því
að þeir sjá hann ekki og geta ekki á honum þreifað, þar eð
hann er alls staðar og í öllu, sem hrærist og ekki hrærist, og