Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 66
256
JÖRÐ
reisnarstarfið eftir eyðileggingu þá, er styrjöldin hafði í för
með sér, — en einmitt á svo til sama tíma og Sigurður var í
þessari för efldu Kommúnistar hér á landi til víðtækra verk-
falla, sem allir vita, er það vilja vita, að voru einn liðurinn í
þeirri skemmdarstarfsemi vestrænna Kommúnista, sem á að
koma í veg fyrir viðreisn í Vestur-Evrópu.
Loks má geta þess, að í smásögu í hinni nýjustu bók sinni,
Speglar og fiðrildi, segir Ólafur Jóhann Sigurðsson það af-
dráttarlaust, að Bandríkin liafi haustið 1946 boðizt til ,,að
kaupa okkur fyrir prjú hundruð milljónir dollara“. Ef til
vill er þetta fleirum nýjung en mér?
E'’ G LÆT þessi dæmi nægja til að gera almenningi ljósari
en ella orð mín hér að framan um átrúnað Kommúnista.
En þessir og aðrir trúmenn eru hinn raunverulegi Komm-
únistaflokkuríslands.hinþýhlýðna og þjóðhættulegaFIMMTA
HERDEILD. Þeir eiga sér ekki ísland að föðurlandi, því að
þeirra föðurland er á hinum kommúnistísku himnum.
Þeir svífast þess því ekki, að ófrægja ísland erlendis, þegar
þeim býður svo við að horfa. Vegna eðlis átrúnaðar þeirra er
erfitt að kveða upp yfir þeim annars verðugan áfellisdóm, en
þeir þyrftu ekki að verða hvumsa við því, þó að tekið væri á
þeim ómjúkum tökum, þar sem þeir hljóta að vita, að hátt-
erni þein'a mundi í Rússlandi og í sérhverju hinna rússnesku
leppríkja, vera meira en lítil sök. En hvað sem öðru líður, þá
er skylt að gæta varhugar við þeim, láta þeim ekki haldast
hvað eina uppi og veita sem víðtækasta fræðslu um raunveru-
leg stefnumið þeirra og starfsemi, og þannig koma vörnum
við hinum skefjalausa áróðri, sem þeir reka með blekkingum,
lýðskrumi og hvers konar ósannindum, en ekki gera gælur við
þá, hossa þeim og dilla, hafa við þá margs konar samvinnu
og ljá þeim nöfn sín þeirn til fulltingis — svo sem mjög hefur
verið tíðkað og er enri gert af sumum. En slíkt athæfi er hlið-
stætt því að leiða flugumanninn í híbýli sín, búa honum hægan
sess við borð sitt og bera lvonum kræsingar, þar sem hann situr
og hvetur kutann á lófa sínum. Þeim mun fremur ætti þvílík
flónska að vera óafsakanleg, sem í einu landinu af öðru — og