Jörð - 01.06.1948, Side 68
258
JÖRÐ
„Hinn 16. 10. 1942 kynnir Nansen okkur tiltölulega hugn-
anlegan þýzkan fangavörð, mann einmitt þeirrar gerðar, sem
var mjög algeng í Þýzkalandi, og hafði hann gefið sig á tal við
fanga sinn:
„í samtalinu ásakaði ég hann og starfsbræður hans um það, að þeir '
væru hættir að hugsa. „Já, því erum við sannarlega hættir," sagði
hann. „Fyrst fannst okkur þetta dálítið hlálegt fyrirbrigði, en við
höfum vanizt því smátt og smátt, og nú skiljum við mætavel, að þetta
er það eina rétta. Hugsa sér það, ef allir ættu að hafa sína sjálfstæðu
skoðun, — það gæti aldrei blessast. Þannig var það hér áður í Þýzkalandi,
og það var það, sem fór með okkur. Rifrildið. Menn gátu aldrei verið
sammála. Foringinn hefur kennt okkur að vera sammála — hefur sam-
einað okkur. Nú er ekki til nema ein og sarna skoðun í Þýzkalandi." Já,
hugsið ykkur það, að allt þetta sagði hann af hrifni. Það var óhugnan-
legt. Heil kynslóð í Þýzkalandi hefur tileinkað sér Jretta sjónarmið og þá
hrifni, sem við þykir eiga, og nú er verið að þjálfa aðra kynslóð í þessu
sama.“
Ture Nermann tekur svo dæmi frá Kommúnistum, dæmi,
sem skelfir hann svipað og þetta frá Þýzkalandi, og hann spvr,
hvort það geti virkilega átt sér stað, að menn séu vitandi vits
farnir að ala upp manntegund.sem afneiti skynsemi sinni.frjáls-
ræði sínu, heiðri sínum — þessu, sem menn á Vesturlöndum
hafi verið að berjast fyrir að hefja til vegs og tryggja sem bezt
í aldaraðir. Og hann segir, að hvort Kommúnistarnir sænsku
reynist lýðræðismenn eða fimmta herdeild Rússa, sé undir því
komið, hvort þeir hafi tekið trú hins andlega þrældóms eða
ekki. Ég hef þegar fært að því full rök, að við þurfum ekki að
vera í neinum vafa, að því er tekur til kjarnans í flokki
islenzkra Kommúnista, „Sósíalistaflokkmn", sem líka kallar sig
„Sameiningarflokk alþýðu“, og verður það réttnefni, þegar
þess er gætt, að tilgangurinn lijá foringjunum er sams konar
sameining eins og fangavörðurinn þýzki gat um við Odd Nan-
sen.
MUNDI svo ekki vera ráð fyrir íslenzku þjóðina yfirleitt,
að ininnast þess frelsis, sem hún missti, og gæta þeí>s
frelsis, sem hún hefur unnið — en það fær hún ekki geri. cl
hún gleymir að hafa í lieiðri hinn rifna og velkta fána frjálsrat
hugsunar.
Guðmundur Gíslason Hagaliu.