Jörð - 01.06.1948, Side 75
JÖRÐ
265
og líkama. Enginn þeirra er neitt svipaður þeim fegruðu mál-
verkum, ljósmyndum og myndastyttum, serrrgerð hafa verið af
þeim og eru til sýnis fyrir almenning. Margir þeirra eru lotnir
og veiklulegir eða alltof feitir af þessum miklu kyrrsetum. Þeir
eru yfirleitt gulbleikir í andliti og útlit þeirra miklu ellilegra
en ætla mætti eftir hinum opinberu aldurskýrslum.
Lenin, Bukharin og ýmsir aðrir af brautryðjendum bylting-
arinnar voru menntaðir og gáfaðir stjórnmálamenn, er víða
liöfðu farið og kunnu ýms tungumál, en ekki verður allt þetta
sagt um meðlimi Stjórnmálaráðsins. Flestir þeirra eru úr verka-
mannastétt ogfáir þeirra hafa notið nokkurrar æðri menntunar.
En þeir eru duglegir athafnamenn, kunna starf sitt til hlítar og
framkvæma það, sem þeir ætla sér, með atorku og vægðarlaust.
Aðeins fimm þeirra, Stalin, Shdanov, Mikojan, Molotov og
Vorosjilov hafa verið utanlands, og þessar utanlandsferðir hafa
verið stuttar og eingöngu í þágu starfsins. Enginn þeirra kann
ensku.
Þeir eru mjög ólíkir að útliti. Surnir þeirra ganga borgara-
lega til fara, með bindi um hálsinn; aðrir herma 'eftir Stalin
að ganga í einkennisbúningi. Sumir eru með gríðarmikið Stal-
in-yfirskegg, en aðrir eru skegglausir. En þótt þeir séu ólíkir að
ytra útliti, þá er hið pólitíska viðhorf þeirra eitt og hið sama og
sama heimsskoðunin, bæði af sannfæringu og lífsnauðsyn. Ef
einhver þeirra missti traust félaga sinna, yrði hann samstundis
gerður rækur úr Stjórnmálaráðinu og innsta hring flokksins, en
þá væri starfsferill hans á enda. Þetta vita þessir fjórtán menn,
og engum þeirra dylst eitt andartak, hvað í húfi er.
AF ÞESSUM mönnum er Stalin kunnastur, bæði innan og
utan Rússlands. Langflestir eru þeirrar skoðunar, að hann
sé algerður einræðisherra í Rússlandi og hafi álíka mikil völd
og Hitler hafði í Þriðja ríkinu. Þetta er misskilningur. í Rúss-
landi er hvorki til einrœði Stalins, né heldur einrœði öreig-
anna, eins og opinberlega er yfirlýst. Þar er aðeins einrœði
Stjórnmálaráðsins, og það er allsráðandi.
í rauninni er Stalin tæpast nokkuð svipaður öllum þeim
líkneskjum, málverkum og ljósmyndum, sem höfð eru til sýn-