Jörð - 01.06.1948, Side 78
268
JÖRÐ
annarra mikilvægra stofnana og ber því ábyrgð á, að tuttugn
miljónum manna hefur verið varpað í fangelsi, í fangabúðir
eða í útlegð. Hann sér um, að vinnuþol þessa fólks fari ekki for-
görðum, heldur komi iðnaðinum, verzluninni eða búnaðinum
að notum. A stórum landsvæðum í Kákasus, Úral og Síberíu
og í mörgum borgum austur um allt Rússaveldi eru einu íbú-
arnir verkamenn í þrælkunarvinnu.
Klin Vorosjilov er 65 ára að aldri og var áður yfirmaðui
Rauða hersins, en hann er ekki len2:ur hinn ötuli herforinm,
sem hann var fyrir nokkrum árum. En vinur hans, Stalin, styð-
ur hann og hefur nýlega sent hann til Ungverjalands sem for-
seta í eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Hann er kátur mað
ur og raupsamur og þykir gaman að gorta af orðum sínum 02
reiðmennsku.
Andrei Shdanov er fimmtugur, dökkhærður, þrekvaxinn,
kringluleitur og hreinskilnislegur á svipinn. Hann er skynsam-
ur maður og menntaður, er vel máli farinn og ritfær. Hann hef-
ur komizt til vegs í tíð Stalins, er maður víðsýnn, en samt sem
áður nákvæmur, skilríkur og djúpsær. Sem stendur er Shdanov
umboðsmaður í Finnlandi. Nafnbót hans, „generalofursti“, er
aðeins pólitískur heiðurstitill.
Umboðsmaðurinn fyrir þunga iðnaðinn, Lazar Kaganovich,
er eini gyðingurinn í Stjórnmálaráðinu. Hannerskósmiðssonur
og var í miklu uppáhaldi hjá Lenin. Það er sagt, að Stalin hafi
um tíma verið kvæntur systur Kaganovichs, og víst er, að dá-
læti hans á Stálin er svo mikið, að hann hermir eftir honum
bæði klæðaburð og skegg. Hann er harður maður og gáfaður,
en ræðusnilld hans og skipulagsgáfa skipa honum á bekk með
hæfustu mönnum. Meðal annars hefur hann endurskipulagt
járnbrautarkerfi Rússlands.
Georg Malenkov (44 ára) er maður hressilegur, glaðlyndur
og duglegur. Hann stjórnar kjöri embættismanna, svo að hann
hefur umsjón með útnefningum manna til allra æðri embætta
og iðnaðarframkvæmda, en undir vali þeirra eru fjármál ríkis-
ins komin. Hann dáir Stalin mjög og er talinn einn af mönnum
framtíðarinnar. Aðalskemmtanir hans eru dýraveiðar og flug.
Annar af nánustu vinum Stalips er umboðsmaðurinn fyrir