Jörð - 01.06.1948, Page 79
JÖRÐ
269
utanríkisverzlunina og matvæladeildina, Anastas Mikojan,
fimmtugur, svarthærður armeníumaður frá Tiflis með niður-
bjúgt nef. Hann fór til Bandaríkjanna til að leggja stund á nið-
ursuðu og umbúnað matvæla, og efling niðursuðuiðnaðarins
rússneska er aðallega honum að þakka. Hann er mjög áhrifa-
mikill maður.
Vayacheslav Molotov er voldugasti maður Rússlands, næst á
eftir Stalin. Að ekki ber meira á honum stafar aðeins af því, að
Stalin skyggir á hann.#) Hann er duglegur maður og álíka fljót-
ur og Stalin að taka ákvarðanir. Hann er afarvíðlesinn, gáfaður
og fróður um pólitísk málefni. Hann er bráður að eðlisfari og
hættir til að rjúka upp í bræði, en slíkt kemur ekki fyrir Stalin.
Uppköst hans til opinbeiTa tilkynninga eru oft rituð á máli,
sem ekki er prenthæft. Frá 1939 hefur hann haft utanríkismál
Rússlands með höndum. Þegar Stalin er veikur eða á ferðalagi,
tekur Molotov forsætið á fundum Stjórnmálaráðsins.Stalinhef-
ur kennt honum, hvernig hægt sé að öðlast völd og efla þau, og
hann kann listina að egna, beita undirróðri og ógnum. Molotov
komst hvítþveginn í gegnum hina rniklu hreinsun í Kommún-
istaflokknum og er í miklu áliti hjá yngri meðlimum Stjórn-
málaráðsins. Mikið hefur verið brætt um, hver muni verða eft-
irmaður Stalins sem tákn Rússlands og „sterki maður" stjórnar-
innar — það hefur verið gizkað á Malenkov, Shdanov, Mikojan
og Molotov, en þeir sem bezt þekkja til í innsta hringnum,
Stjórnmálaráðinu og hernum, eru sammála um að það verði —
Molotov.
Hinir meðlimir stjórnarráðsnis eru ef til vill ekki eins mikils
ráðandi og þeir, sem að ofan eru nefndir, en allir eru þeir vold-
ugir menn, sem hafa' með höndum mikinn hluta af umboðs-
stjórn og stjórn atvinnulífsins í Sovét-Rússlandi. Nikolai
Bulganin er fimmtíu og eins árs að aldri, mikill vexti, grá-
hærður og með bukkskegg eins og gamall prófessor. í stríðinu
var hann æðsti pólitíski umboðsmaðurinn á vígstöðvum ZIiU-
kovs marskálks, en nú er hann æðsti umboðsmaður Stalins í
hermálaráðuneytinu og er yfirmaður alls rússneska hersins.
Nikita Krusjchev er fæddur 1894, sonur ukrainsks námu-
*) Greinin er líklega ekki alveg glæný. — Ritstj.