Jörð - 01.06.1948, Síða 80
270
JÖRD
manns. Hann er aðalumboðsmaður flokksins í Ukrainu. Hann
er fremur atkvæðalítill, og hinar langdregnu ræður hans eru
sjaldan annað e^ upptugga af skoðunum Stalins.
Varamaðurinn Nikolas Voznesenski er mikill vinur Malen-
kovs og getur þakkað honum, að áhrif hans fara stöðugt vax-
andi. Hann er fjörutíu og þriggja ára, yfir meðalhæð, feitlag-
inn og með rauðbrúnt hár. Það var hann, sem sá um fjármála-
hliðina á Ribbentrop-samningnum.
Þeir tveir meðlimir, sem enn eru eftir, Kosygin og Svernik,
hafa lítil völd. Kosygin er ungur, bráðlyndur maður, með
úfið hár, gulltennur og gulan hörundslit, sennilega óviðfelldn-
astur af öllum hópnum. Sjálfum dettur honurn aldrei neitt í
hug, en hann getur framkvæmt það, sem aðrir segja honum.
Svernik ber liið mikiifenglega tignarnafn forseti æðsta ráðs
Sovét-Rússlands, en eins og fyrrirrennari hans, Kalenin, er
hann valdalaus. í rauninni er hann ekkert annað en ímynd
valdaleysis löggjafarsamkundunnar.
Ar HVERJUM degi liittast þessir fjórtán voldugu menn við
græna borðið í Kreml. Öll erindin, sem standa á dag-
skránni, liafa verið undirbúin fyrirfram, og eldri mennirnir
Jiafa þegar tekið ákvarðanir sínar, en orðið er laust, og hver,
sem vill, getur teikið til máls. En ræður livers meðlims svara
ekki eingöngu til þekkingar lians og skoðana, lieldur einnig til
þekkingar og reynslu ráðgjafa lians og fagþekkingar deildar
Iians. Oft brýzt valdastreitan út, í hita umræðanna, og það
kemur berlega fram, að allir leitast við að koma sér í mjúkinn
lijá Stalin.
Hjá leiðtogunum er jafnvel eittlivað, sem kalla mætti ,,lýð-
ræði í embættismannastjórninni". Eða að minnsta kosti er það
mjög liispurslaus gagnrýni. Til dæmis má nefna, er yngsti með-
limurinn, Voznesenski, leyfir sér að grípa franx í fyrir binuni
álirifamikla embættisbróður sínum, Kaganovich: „Seztu nið-
ur, ifélagi Kaganovich; þú liefur ekki nægilega þekkingu á þessu
máli.“ — Einu sinni fékk ég frunwarp til laga, sem var undir-
ritað af yngri samverkamanni Stalins. Mikojan hafði farið i
gegnum það og skorið niður miskunnarlaust. Að endingu stóð: