Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 85
JÖRÐ
275
ríki, sem yrði náskylt og hlynnt hinu rússneska og gæti hjálpað
til að útrýma vestrænu auðveldi úr Asíu, jafnvel þótt hin góða
j(irð Kína reyndist ekki hagkvæmur jarðvegur fyrir lneinrækt-
aðan Marxisma. í þessu tilefni kom hann því til leiðar, að
Komnninistar fengu rétt til upptöku í Kuomintang, en þaðan
liöfðu þeir áður verið útilokaðir nema þeir segðu sig fyrst úr
Kommúnistaflokknum. En hér fór sem oftar, að við þetta hljóp
svo mikil döngun í Kommúnistana, að á nokkrum mánuðum
náðu þeir ekki aðeins öllum völdum í Kuomintang, heldur
líka yfirráðum yfir hernum. Sun Yat-Sen var hugsjónamaður
en ekki kommúnisti; hann réð ekki við andann, er hann liafð'i
hleypt úr flöskunni, og dó í Peking snemma árs 1925. Róttækari
menn tóku við forustu byltingarinnar. Sigurför þjóðhersins
árið eftir, frá Kanton norður að Yangtsejfljóti, var mikið að
þakka áróðursstarfsemi vel þjálfaðra kommúnista meðal bænd-
anna, sem voru sárþjáðir og aðframkomnir af margra ára
borgarastyrjöld. Eins og vænta mátti, réðu sigurvegararnir
öllu í hinni skammæu Weshan stjórn, sem sett var á lagg-
irnar í desember 1926. Útlendingahatur fylgdi í fótspor hers-
ins, fór eins og logi um landið, og virtist um tíma ætla að
gera annarra þjóða mönnum ókleyft að hafast við í Kína.
AÐ var mest að þakka Tsjang Kai-Sjek, að úr þessu skyldi
-r ekki verða algert stjórnleysi. Strax og hann hafði tekið
við forustu Kuomintang, varð það ljóst, að liann var eindreg-
inn mótstöðumaður Kommúnistanna, og lrefur liann haldið
þeirri stefnu síðan. Borodin og fylgifiskum lians var kurteis-
lega boðið að hverfa heim til Moskvu, öllum Kommúnistum
var vikið úr stjórninni, Kuomintang og liernum, og þeir urðu
fyrir blóðugum ofsóknum í Shanghai, Kanton og Nanchang.
Úpp úr því náði hinn íhaldssami kjarni í Kuomintang stjórnar-
taumunum, og tókst honum að sameina ríkið undir Nanking-
stjóminni.
Leyfar Kommúnistanna leituðu sér hælis í fjallahéruðum
Kiangsi og Vestur-Eukien. Þeir nutu forustu manna eins og
Hao Tse-Tung og Chen The, stofnsettu Sovétlýðveldi Kína
°g tókst að verja það öllum árásum ríkisstjórnarinnar í sex
18*