Jörð - 01.06.1948, Síða 86
276
JÖRÐ
ár, þrátt fyrir fátækt og ýrnsan skort. Ungir áhugamenn úr
öllum stéttum flykktust undir merki þess, kínverskur komm-
únisimi losnaði úr tengslum við Rússa og varð nokkurnveginn
sjálfstætt fyrirbrigði.
Tsjang Kai-Sjek hafði fengið þýzka herforingja sér til að-
stoðar, í stað hinna rússnesku, og 1934 var svo komið, að
Konnnúnistarnir gátu ekki lengur haldist við þar, sem þeir
voru, heldur urðu að hverfa þaðan. Og þá hófst „þjóðflutn-
ingur“, sem á fáa sína líka. „Förin langa“ til Shensi var farin
um eitthvert ógreiðasta land í heimi — 1300 km. Enginn veit,
hve margir lögðu upp í ferðina, með allar eigur sínar, annað
hvort á sínu eigin baki eða hrygg múlasna sinna, en sjálfsagt
hafa þeir ekki verið undir hundrað þúsundum. Fimmtán mán-
uðum síðar komust þeir, sem uppi stóðu, flóttafólksins, til
Yenan í Shensanfylki, og gerðu hana að höfuðstöðvum síns
nýja ríkis.
Þegar hér var komið sögu, hafði leppríki Japana, Mandsjú-
kúó, verið við lýði í fjögur ár, og það var orðið ljóst, að þá
mundi langa inn fyrir kínverska múrinn.
Hatrömim áróðursherferð hafði þegar verið hafin í nyrztu
héruðum landsins gegn ríkisstjórninni. Ottinn við Japana
hafði gripið nokkuð um sig meðal þjóðarinnar, og talsverð
óánægja var ríkjandi út af því, að Tsjang Kai-Sjek vildi enga
samvinnu hafa við Kommúnista um varnir gegn þeim. Þessi
ólga leiddi til Sían-atburðanna 1936. Hershöfðinginn var í
opinberri heimsókn til andkonnnúnista í Sían og var þá tek-
inn höndum af undirmanni sínuim, Tsjang Hseuh-Liang, og
varð að kaupa sig lausan nteð loforði um að gera samband við
Kommúnistana gegn Japönum.
í tvö næstu ár var Kína nær þjóðlegri einingu en nokkru
öðru sinni síðan 1911. Kommúnistarnir hættu áróðri sínum
og ríkisstjórnin lét niður falla afskipti af umráðasvæði þeirra
í landamærahéruðunum, og þegar loks dró til ófriðar við
Japana eftir áreksturinn við Marco-Polo-brúna hjá Peking 1
júlí 1937, barðist Rauði herinn kínverski, undir stjórn sinna
eigin hershöfðingja, við hlið stjórnarhersins.