Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 96
286
JÖRÐ
á, að orðið er samsett. Ég hef orðið dálítið fjölþreifari, en ég
ætlaði, um hin raunverulegu viðfangsefni í sambandi við
orðið „þegn“, og vil nú ekki draga það lengur að ræða lítið
eitt um síðara orðið: „hollusta".
HOLLUSTA er það að vera einhverju eða einhverjum holl-
ur eða Iieill, einlægur, trúr. Það hefur frá öndverðu þótt
drengskaparskilyrði með norrænum mönnum, að vera undan-
tekningarlaust lieill í sér, bregðast ekki — sízt af öllu þjóð sinni.
Hollusta eða m. ö. o. trúmennska hefur og frá öndverðu verið
álitin eitthvert hið sjálfsagðasta og óhjákvæmilegasta einkenni
einlægrar kristinnar trúar. Sú skoðun getur heldur aldrei
breyzt, þó að lnin geti og eigi að sjálfsögðu að þroskast — eins
og allur kristinn skilningur á lífinu — eftir því sem tímar líða.
Þegnliollusta er afstaða gagnvart þjóðfélaginu, sem er jafn-
sjálfsögð og óhjákvæmileg, hvort heldur er á málið litið frá
þjóðlegu, íslenzku sjónarmiði eða almennu, kristnu sjónar-
miði. Ogrýrnun þess hugsunarháttar, með einstaklingum, stétt-
um eða flokkum þjóðar vorrar, í þjóðfélagsins garð, bæri óve-
fengjanlega vott um afturför í þjóðlegum, íslenzkum hugsun-
arhætti sem og í almennt kristnum hugsunarhætti, — bæri vott
jafnt um þjóðernislega og almennt andlega afturför.
En því tek ég þetta fram, að jiað leynir sér ekki, að þjóð vorri
hefur farið til muna aftur í þessum efnum, síðan hún varð
sjálfri sér að fullu ráðandi — m. ö. o. síðustu áratugi og þó
einkum hinn síðasta — og bendir það satt að segja ekki til vel
heilbrigðrar sjálfsbjargarhvatar að slaka á klónni um jjegnholl-
ustu uppúr því, að þjóðin fær full yfirráð sjálfrar sín og lands
síns — á að fara að sýna j>að svart á þvítu, að lnin, sem er dverg-
ur einn að mannfjölda miðað við aðrar fullvalda þjóðir, sé svo
vel mönnuð, að henni hæfi sæti með þeim sem jafningi þeirra
— og á það fullkomlega á hættu, að undirstöðurnar að sjálf-
stæði hennar: efnalegt sjálfstæði, virðing annarra þjóða fynr
henni, sjálfsvirðing hennar og sjálfstraust — bráðni sundur
undir fótum hennar einsog ísjaki — ef hún stenzt ekki afdrátt-
arlaust Jjetta próf.