Jörð - 01.06.1948, Side 97
JÖRÐ
287
JÁ, ÞAÐ leynir sér ekki, að þegnhollustan með þjóð vorri hef-
nr verið í afturför — þóað ég muni ekki, að þessu sinni, telja
fram nein rök fyrir þeirri staðhæfingu. En nú stendur einmitt
svo á fyrir íslenzku þjóðinni, — þetta árið og það næsta a. m. k.
— að hún — og hið nýbakaða, óharðnaða og örsmáa ríki henn-
ar — er stödd á sérstaklega hættulegum vegamótum í sögu
sinni — vegamótum, sem eru þess eðlis, að ef þjóðin ber ekki
gæfu til almennrar þjóðhollustu-vakningar, er fyrirsjáanlegt,
að sú örskamma velmegun, sem hún nú hefur búið við, eftir
margra alda sárustu fátækt — og öll sú menningarstarfsemi, sem
á þeirri velmegun mætti byggja, — og sú trygging áframhalds
og staðfestingar hins nýunna og óharðnaða fullveldis, er á þessu
hvoru tveggja hvílir — það yrði allt sem einn ómerkilegur gort-
ara dagdraumur ómerkilegs fólks, sem ekkert megnaði að halda
uppúr niðurlægingu — nema þá helzt sviti, tár og blóð annarra
þjóða — m. ö. o. alþjóðlegar styrjaldir, sem ísland fengi þó (ja —
hamingjan góða!) að standa utanvið.
En við íslendingar erum nú sarnt ekki neinn ómerkilegur
gortaralýður — svo er Guði fyrir þakkandi. Við erum gelgju-
skeiðsunglingur — á sviði sjálfstjórnar — og verðum að reyfta að
gera oss ljóst og halda þeim skilningi föstum í kollinum, að
jafnvel hinir bezt gefnu unglingar eru sérstökum hættum und-
irorpnir á gelgjuskeiðinu!
Við Islendingar viturn vel — eða sæmilega vel — allir, sem
viljum hafa augun opin — hvaða hættur, já, stórhættur, það
eru, sem nú, þessi missirin, steðja að þjóðfélagi okkar, ríki okk-
ar, menningu okkar, kristindómi okkar — um farvegi þjóð-
félagslegra samtaka og hreyfinga — og hér verður, sem þegar
tekið fram, ekki gerð nein sérstök grein fyrir þeim hættum. Og
við vitum vel, Islendingar, allir sem viljum. vita það —, að eina
ftrræðið við þeirri voðahættu er-------þegtihollusta. . . . Nái
HÚN inn að hjarta og hugskoti alls þorra íslendinga, er öllu
óhœtt. Þá getum við: einstaklingar, stéttir, flokkar, að vísu mis-
stigið okkur, en við munum rétta okkur jafnótt og stefna fast að
'dþjóðarheill, — að marki ættjarðarástar og heimsborgaralegrar
ábyrgðartilfinningar.