Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 105
JÖRÐ
295
hefur orðið undanfarið að heyja harðan áróður til þess að fá
unglingana til að gefa sig í iðnnám. Þeim finnst það ekki eins
eftirsóknarvert þar eins og hér.
EN UH SAMA LEYTI og blöð og einstaklingar fárast yfir
því, að ekki séu til nógu margir iðnaðarmenn, og að ungir
menn hafi ekki nægilega greiðan aðgang að iðnaðarnámi, halda
aðrir því fram, að iðnaður hér á landi sé óþarfur og eigi hér
ekki tilverurétt. Sé því meðal annars rétt að manna hin nýju
veiðiskip, togara og vélbáta með fólki frá iðnaðarfyrirtækjum,
sem hverfa eigi úr sögunni. Árásirnar koma þannig úr fleiri en
einni átt, en sammála virðast þessir andstæðingar iðnaðarins
ekki vera.
I ágætri grein um hlut iðnaðarins í þióðarbúskapnum, sem
nýlega birtist í „Morgunblaðinu“ eftir Pál S. Pálsson, lögfræð-
ing, segir svo meðal annars:
„Það hefur löngum verið talinn hentugur mælikvarði í
nienningu hverrar þjóðar, hve langt hún er komin á sviði iðn-
aðar.
Hagkvæm skilyrði til iðnaðar, svo sem næga orku, hráefni
°g góð samgönguskilyrði, hafa framfaraþjóðir heimsins not-
fert sér til þess að reisa margvíslegar verksmiðjur, er vinna
ur innlendum og aðfluttum efnum þá hluti, er íbúar hins sið-
•nenntaða heims telja sig þurfa.
Segja má að iðnaður hverrar þjóðar skeri úr um það, hve
hingt hún er komin í efnahagslegu og menningarlegu tilliti."
Þetta er réttur skilnirigur á iðnaði. Engin þjóð, sem flytur
bll hráefni sín óunnin úr landi, og verður að flytja inn allar
iðnaðarvörur, sem hún þarfnast, getur kallast menningarþjóð.
Hún mundi ekki hafa bolmagn til þess að flytja inn nema lítið
af þeim vörurn og tækjum, sem nú er talið að menningarþjóð
þurfi að hafa. Og það er allsstaðar viðurkennd ómenning, að
geta ekki hagnýtt sér þau hráefni, sem náttúran lætur í té. Og
því miður verður ekki hjá því komist að viðurkenna, að vér
íslendingar erum ekki vel á vegi staddir ennþá í þessum efnum.
^ér flytjum ennþá út afurðir sjávar og sveita hálfunnar og ó-
unnar, og vér höfum ekki ráð á að eignast nauðsynlegustu hús-