Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 108
298
JÖRÐ
vinnslu innlendra aíurða eigi rétt á sér, en ekki þau fyrirtæki,
sem þurfa innflutt hráefni. Eftir því ætti að leggja niður öl-
gerðirnar og smérlíkisgerðirnar, Sjóklæðagerðina, Hampiðjuna,
netagerðir, kassagerðir, stáltunnugerðir, Dósagerðina o. s. frv.
Það er að sjálfsögðu rétt, að fyrst og fremst ber oss að hag-
nýta innlend hráefni til fulls, og flytja ekkert af þeim út óunn-
ið eða hálfunnið. En til þess þarf nieðal annars umbúðir og
ýmisleg vinnutæki og búnað, sem innflutt efni þarf í og sjálf-
sagt er að gera hér innánlands. Öll helztu iðnaðarlönd í heimi
þurfa á innfluttum hráefnum að halda, og sum þeirra eins og
Danmörk og England byggja iðnað sinn að mestu leyti á að-
fluttum hráefnum. Það er því ekkert aðalatriði í málinu, að
við þurfum að flytja hráefnin inn. Orkuna höfum við í land-
inu sjálfu, eins og Norðmenn, Svíar, Englendingar o. fl. þjóðir,
og það sem skiptir máli er, að hafa fullkomin tœki, fullkotnna
kunnáttumenn, og duglega stfórnendur við iðnfyrirtœkin, og
að þvi eiga hagfrœðingarnir og rikisvaldið að styðja.
IÐJU- og iðnaðarmenn hafa verið áíelldir mjög fyrir það,
að vinna þeirra og framleiðsla væri dýr, miklu dýrari en
samskonar erlend framleiðsla — vinnuafköstin léleg og vinnu-
gæðin oft og tíðum léleg. Þetta eru helztu ástæður þeirra
manna, sem telja iðnað hér óalandi og óferjandi. Og því miður
er of mikið rétt í þessum ásökunum. Ég hef sjálfur öðrunr
fremur vítt iðnaðarmenn fyrir það, sem áfátt er hjá þeim, en ég
tek upp hanzkann fyrir þá, þegar ádeilurnar verða ósanngjarn-
ar, og þegar menn, sem miklu ráða og betur ættu að vita,
telja iðju og iðnað óalandi, og vinna að því að drepa þennan
atvinnuveg niður. Og þótt framan-nefndir ágallar finnist hjá
iðnaðarstéttinni, þá eru ásakanir andstæðinga hennar ekki
sanngjarnar eða réttmætar, og ekki rök fyrir staðhæfingum
þeirra um, að iðnaður eigi hér ekki rétt á sér. Iðnaðannenn-
irnir sjálfir eiga ekki nema að litlu leyti sök á þessum ágöll-
um. Það eru að sumu leyti ráðamenn þjóðarinnar, og að sumu
leyti óviðráðanleg atvik, styrjöldin, sem þeim valda.
Allt, sem iðnaðarmenn þurfa til framleiðslu sinnar, vinnu-
laun, húsnæði, orka, skattar, tryggingar o. s. frv., er svo miklu