Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 110
300
JÖRÐ
í öllum stéttum, sem skila lélegri vinnu og lélegri framleiðslu,
og þá eins í iðnaðarstéttinni eins og öðrum, og ég skal ekki
lilífa þeinr við ávítunum. En þeir eru ekki hlutfallslega fleiri
þar en annarsstaðar.
Þegar deilt hefur verið á ákveðin verk eða fyrirtæki, svo að
unnit hefur verið að rannsaka málið og kryfja það til mergjar,
liefur venjulega komið í ljós, að ádeilan var ekki á rökum reist.
í haust deildu útgerðarmenn og alþingismenn á vélsmiðjurnar
fyrir of háa álagningu. Vélsmiðjurnar sýndu þá með rökum,
að álagning sú, 40%, er verðlagseftirlitið heimilaði, átti að
mæta útgjöldum, sem eru samtals 47%% af greiddu kaupi.
En það eru að sjálfsögðu líka til iðnaðarmenn, sem hafa
misbeitt aðstöðu sinni, tekið aukagjald fyrir að taka að sér
vinnu, braskað með hús og fleira. En hafa ekki menn úr öðrum
stéttum gert þetta líka? Eru ekki kaunin alls staðar, og sum
verri en hjá iðnaðarmönnum? Mega ekki menn úr iðnaðar-
stétt græða á braski eins og aðrir? Ég játa það að vísu fúslega,
að ég vildi óska þess, að iðnaðarmenn væru fyrst og fremst góð-
ir iðnaðarmenn, og að það væru með réttu furðufregnir, ef
nokkurntíma fréttist nokkuð misjafnt um lærðan iðnaðarmann
eða duglegan iðjurekanda.
EITT AF því, sem liefur valdið töfum í verkum og fram-
leiðslu iðnaðarmanna, og gert það dýrara en vera þyrfti,
er efnisleysið. Þegar hús er hálfsmíðað, stendur hópur manna
oft verklaus á fullu kaupi, af því að eitthvert efni, sem tiltölu-
lega lítið þarf af, en verður að vera fyrir hendi, vantar. Meist-
arinn eyðir fleiri dögum í að leita að því um allan bæinn, en
ekkert fæst. Og loks verður að stöðva bygginguna eða verkið í
bili. Stundum vantar stærri atriði, eins og rafmagnsvörur, mið-
stöðvarofna, dúka, lím, skrár og lamir osfr. Hvort. heldur uni
er að ræða efni í hús eða aðra framleiðslu, þarf efnið að vera
fyrir hendi, þegar á því þarf að halda. Síðastliðið ár hafa frani-
kvæmdir tafist óhæfilega vegna þess, hve lengi hefur staðið a
afgreiðslu fjárfestingarleyfa, innflutningsleyfi eru iðulega ekki
veitt fyrr en allt efni er uppurið í vissum greinum. Þá fyrst et
hægt að panta efnið og svo þarf að bíða mánuðum saman eftir