Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 115
JÖRÐ
305
orður og tala ekki í ótíma. En mér tókst ekki að kynnast fólk-
inu á bænum, þar sem ég bjó. Það var alúðlegt við mig á sína
vísu, en ég vissi litlu meira tim það, þegar ég fór en þegar ég
kom.
NIÐUR við vatnið lá gamall kirkjugarður, og rústir kirly-
unnar sáust enn. Á þessum stað dvaldi ég oft; þar var þögn
og friður, þaðan sást austur á sandana, út á hafið og um mest-
alla sveitina. Fólk var enn við lieyskap á engjum, angan jarðar-
innar lagði að vitum mínum, og ofan úr hlíðinni heyrðist nið-
ur fossa. Þá fannst mér stundum, að sú veröld, er ég þekkti áð-
ur, væri leiðinleg og óráðskennd, samanborið við haustmilda
kyrrðina þarna við vatnið.
Kvöld eitt í tunglsljósi gekk ég ofan að kirkjurústinni á
vatnsbakkanum. Veður var kyrrt, og grænleitt blik á gljáum
vatnsfletinum. Ég stóð lengi á sendnum grasbala og naut þess
unaðar að vera þarna einn og vera til. Það var nú liðið að þeim
tíma, er ég þurfti að fara heim til Reykjavíkur aftur. Ég fann
til saknaðar við tilhugsunina um að hverfa á brott, því að ég
óskaði þess að mega vera þarna alla mína ævi.
Allt í einu varð ég var við einhverja hreyfingu spölkorn fyrir
utan kirkjugarðinn. Það kom Ijósleit vera út úr skugganum
undir hamrabeltinu, gekk ofan á vatnsbakkann og staðnæmdist
þar á sléttri, grænni flöt. Mér er engin launung á því, að ég
varð hræddur, það fór um mig kaldur hrollur, og ég fékk ákaf-
an hjartslátt. Á þessum tíma dags hafði ég aldrei séð fólk á
ferli í sveitinni; það var liðið að miðnætti, og ég var líka þá
þegar sannfærður um, að vera þessi væri ekki mennsk.
Flestum mun verða bilt við í fyrsta sinn, er þeir sjá eittlivað
annarlegt. Og ég var ekki hugrakkari en almennt gerist; óttinn
laniaði mig um stundarsakir, svo að ég átti erfitt með að hreifa
mig. En samt gekk ég hægt af stað í áttina til jtessarar kynlegu
veru; mér var það ekki sjálfrátt, einhver leyndardómsfullur
'Oáttur knúði mig til þess. Og smám saman rénaði hræðslan.
Mér \ arð því hughægra, sem ég nálgaðist sýnina meir; að lok-
uin var ég orðinn alveg rólegur. Ég fann aftur frið næturinnar
umlykja mig með alvöruhljóðri ástúð. Og nú sá ég, að veran
20