Jörð - 01.06.1948, Side 116
306
JÖRÐ
var kona; ég var kominn það nálægt henni, að ég gat virt fyrir
mér andlitsfall hennar og svip. Hún var fremur hávaxin og
klæði hennar líktust brúðarkyrtlum þeim, er notaðir voru á
fyrri hluta aldarinnar, sem leið. Dökkt hár féll laust niður um
háls og axlir. Andlit hennar sneri að mér, alvarlegt og bjart, og
augun — við hvað á ég að líkja augum hennar? Við eyðilegt
haustkvöld í háfjallaþögn, órafjarlægar stjörnur skína yfir ör-
æfin, og það dimmir æ meir að langri nóttu, kannski á aldrei
framar að daga? — Nei, það er ekki hægt að lýsa því augnaráði;
í því var alvara og angurværð heims, er enginn lifandi þekkir.
Orð geta heldur ekki endurskapað hreinleikann í svip hennar
og látbragði. En það, sem ég tók bezt eftir í fyrstu, voru hendur
hennar. Þær voru framréttar að hálfu, eins og í ráðþrota bæn,
án vonar. Hún vænti einhvers af mér, einhvers, er varð ekki út-
skýrt, og sem mér var ekki unnt að veita. Ég nam staðar rétt fyr-
ir framan hana og ótti minn hvarf alveg. Það var eins og hlið
ókunnrar veraldar lykjust upp í hálfa gátt, veraldar, sem liggur
utan við rúm og tíma, og sem ég þekkti, en hafði gleymt —
gleymt fyrir löngu. Mér var fullljóst, að þessi vera var ekki af
holdi og blóði, en samt streymdi til mín frá henni og heimi
hennar mildi og ró. Ég hef einu sinni séð svipinn á hryggu
barni þegar móðir þess, er hafði verið fjarverandi, kom og tók
það í faðm sinn. Nú skildi ég tilfinningar þessa barns: ég fann
nærveru einhvers, er ég háfði saknað — og sakna ávallt.
Svo gekk ég nær; ég ætlaði að snerta veruna hvítu og tala til
hennar. Hún beið mín, og það var engin svipbreyting sjáanleg
á andlitinu; — en þegar ég rétti út höndina, var hún horfin. Þó
fann ég, að hún var enn nálæg, hún var í kyrrð og tunglskini
þessarar undarlegu nætur. En nokkrum augnablikum síðar var
aftur orðin auðn í kringum mig, auðn og framandi veröld. Það
var, eins og hún hefði numið á brott með sér sál staðarins, er
ég stóð á.
G HAFÐI verið ákveðinn í að fara heim einhvern næstu
j daga, en ég gleymdi því; ég dvaldi enn hálfan mánuð í
sveitinni. Á hverju kvöldi laust fyrir miðnætti gekk ég ofan á
vatnsbakkann, þar sem kirkjan hafði staðið, og hið sama endur-