Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 123
JORÐ
313
að nokkurs staðar sé notaður stór stafur, þessari tiktúru bætt of-
an á rímleysið — við þessa pilta mun ekkerl reynandi til að
koma margdeyfðri og síðan meinsvæfðri rökvísi þeirra til að
rumska — nema hinn gamalkunni sandpokaburður, enda eru
það þessir sjúklingar, sem öðrum fremur hafa orðið orsök þess,
að tímaritið RM er ýmist nefnt Rotin menning eða Reigingur
og mannalœti.
Saga'síra Friðriks gerist svo sem ekki í dag — hún gerist á 18.
öld. Söguþráðurinn fylgir aðalpersónunni beint og krókalaust,
á lionum engir bogar eða lykkjur, og hvergi torgreiddir flókar,
frásögnin án allra furðukenndra stílbragða, engin hundska,
ekkert örvæni, — ætti að finna eitthvað, sem í fljótu bragði gæti
virzt ofurlítið í ætt við surnt, sem verulega nýtízkir höfundar
stássa sig með; þá dytti lesandinn helzt ofan á það, að höfund-
urinn fylgir ekki hinni löggiltu stafsetningu, en við nánari at-
hugun verður auðsætt, að þarna muni einungis vera um að
ræða þá stafsetningu, sem síra Friðrik lærði á skólaárunum,
liann nmni aldrei hafa fengið sig til að hafa skipti, — svo þar
fór það! En þarna er það annað sem gildir — og það af því tæi,
sem litlir karlar og listdútlarar tileinka sér ekki, þó að þeir geti
liermt eftir í vætkisverðu — og það er styrkur, frjór og heilbrigð-
ur persónuleiki. Ef þú ert ekki neinn ónáttúrufugl, lesandi
góður, þá hefur þú ekki lengið lesið, unz þú felur þig síra Frið-
riki á vald. Það er yfir bókinni ljómi frásagnargleði, fegurðar-
ástar, aðdáunar á manndómi og karlmennsku og trúar á það,
að öfl gróðrarins séu þrátt fyrir allt máttugri en helvöldin —
og að sá, sem sólina skóp og grasið, sem vex, og fuglinn, sem
syngur, og manninn, sem þráir og elskar og stælir krafta sína
og vilja sinn til starfs í samræmi við vaxtarþrá allrar lifandi
náttúru, hann sé með þeim og verndi þá og styrki, sem á hann
trúa og í tiausti á hann leitast við að starfa í samræmi við öfl
gróandans í sál sinni, — kærleikann og vaxtarviljann.... Þessi
bók sýnir það gjörla, sem hver og einn mætti vita, að á sviði
bókmenntanna, svo sem raunar á hvaða sviði sem er, er grund-
vallarskilyrðið til verðmætra afreka þróun sjálfstæðs persónu-
leika — og séu síðan starfshættir og form í sem nánustu sam-
ræmi við hann. Án þessa mega góðar gáfur sín lítils, — sé þessa