Jörð - 01.06.1948, Page 124
314
JÖRÐ
ávant verður þekkingin rentulaus eign, leiknin gagnslaust
tæki — hvað þá eftirhermdar hundakúnstir, reigingur og
mannalæti. . . . En meðal annarra orða: Ég hef ekki orðið þess
vísari, að neitt hafi verið skrifað um þessa bók. Hefur máski
eitthvað slíkt farið fram hjá mér, — eða hefur það, sem ég kynni
að hafa um hana séð, verið svo léttvægt, að ég sé búinn að stein-
gleyma því?
DROTTNINGARKYN heitir síðasta bók Friðriks Brekkan.
Hún fjallar um fólk liðins tíma, eins og bæði Sagan af
Bróður Ylfing og Maður frá Brimarhólmi — en samt eru allar
þessar sögur mjög ólíkar hver annarri. Sagan af Bróður Ylfing
er saga trúarlegra — siðferðilegra og mjög örlagaþrunginna
tímamóta í Vestur- og Norðvestur-Evrópu, og er liið mikla um-
rót og áhrifamagn þess látið speglast í hugarstríði og sköpum
einstaklinga, er sagan segir frá — og í hinum oft dulramma stíl.
Maður frá Brimarhólmi gerist hér á landi fyrir miðja 19. öld.
Þar er sagt frá manni, sem tekið hefur út refsingu fyrir
ástríðubundið taumleysi á fyrstu árum hans manndómsblóma
og lifir efri árin í sjálfsafneitun og auðmjúkri yfirbót, vill allt
bæta, þar sem hann kemur nærri — og ekki aðeins vinnur sér
þannig sálarfrið, heldur laugast hlýju trausti allra kunnugra,
nýtur ástúðar þeirra, sem næst honum standa og sér livarvetna
vaxa nýjan og heillavænlegan gróður. Yfir sögunni allri er
hlýja og heiðríkja lífstrúar og mannástar. Svo fjallar þá Drottn-
ingarkyn um fólk á Söguöldinni—og eru aðalpersónurnar Hall-
gerður langbrók og Þjóstólfur.
í Njálu er allt á huldu um samband Hallgerðar og fóstra
hennar, og hjá Brekkan verður það mjög á annan veg en menn
liafa yfirleitt hugsað sér. Þjóstólfur er þar írskur sveinn, ó-
frjáls maður, gjörvulegur, stórlyndur og bitur. Hallgerður,
sem strax er mikillát og stórráð, tekur að sér sveininn — lætur
hann vera þjón sinn og um leið leikbróður, og svo er hún þá
húsmóðir lians, verndari og leiksystir. Hann verður síðan frels-
ingi fyrir hennar tilstilli, og lýsir Brekkan því af mikilli glögg-
skyggni og nærfærni, hversu það mátti verða, að frelsinginn
yrði ástmaður hinnar stoltu, skapmiklu og ástríðuríku höfð-